is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32691

Titill: 
 • Um sönnun í nauðgunarmálum: Saklaus uns sekt er sönnuð?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er gert grein fyrir femínískum lögfræðikenningum og hvaða áhrif þær hafa haft á þróun nauðgunarhugtaksins í réttinum frá því að verndarhagsmunir afbrotsins voru hagur fjölskyldunnar til þess að vera kynfrelsi konunnar sjálfrar. Í femínískri lögfræði er tekið mið af því hvaða reynsluheimur birtist í réttinum og hvers siðferði það er sem lagt er til grundvallar í meðförum og túlkun réttarins.
  Réttlætisgjáin er kynnt til sögunnar sem sýnir fram á að breið gjá er á milli vitneskju okkar um fjölda þeirra nauðgana sem framdar eru og þeirra fáu nauðgunarmála sem koma til kasta dómstóla. Ástæða þess er meðal annars djúpstæðar og oft ómeðvitaðar hugmyndir okkar um kynin og háttsemi þeirra sem birtast í algengum nauðgunarmýtum líkt og þeirri að konur sem verða fyrir nauðgun hafi strax samband við lögreglu og að karlar sem fremja nauðgun séu á einhvern hátt öðruvísi en aðrir menn.
  Unnin er dómarannsókn sem tekur mið af því hvort greina megi birtingarmyndir nauðgunarmýta og greint er í flokka hversu vel eða illa atvik og aðstæður falla að nauðgunarmýtum. Í kjölfarið er kannað hvort og þá hvaða áhrif þær hafa á mat á trúverðugleika ákærða og brotaþola. Loks er fjallað um meginreglur sakamálaréttarfars og mat á ásetningi í nauðgunarmálum.
  Helstu niðurstöður eru að þegar greina má nauðgunarmýtur um konur eru gerðar ríkari sönnunarkröfur í málinu og áhersla dómsins á hegðun og framferði brotaþola fyrir og eftir brotið verður mun meiri heldur en þegar brotaþoli hafði strax samband við lögreglu og atvik máls bentu með einum eða öðrum hætti til þess að ákærði væri ofbeldisfullur.

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis feminist legal theories are analysed as well as the effect they have had on the evolution of the concept of rape in the courts, from when the protection of the offence was in the family’s interest to it becoming about the sexual freedom of the woman herself. Feminist legal theory considers what experiences are before the court and whose moral grounds are put forth to be handled and interpreted by the court.
  The justice gap is introduced and will showcase that a wide gap is between our knowledge of the number of rapes which have been committed and the few rape cases that have been reported and eventually presented before the courts. The reasons for this are profound and often our unconscious ideas regarding the genders and their behaviour which often appear in common rape myths, for example that women who are raped will immediately report it to the police and that the men who commit rape are in some way different than other men.
  A case study is conducted which aims to find out whether manifestations of rape myths can be analysed and categorized depending on how well or badly incidents and circumstances fit the myths we have surrounding the concept of rape. Subsequently, it is examined whether and what impact they have on assessing the credibility of the accused and the victim. Finally, the principles of criminal law and the assessment of intent in rape cases are discussed.
  The main conclusion is that when analysing rape myths where women are victims, there is a greater burden of proof and the courts emphasis on the victims behaviour and demeanour before and after the crime is more than when the victim immediately contacted the police and when the facts pointed out in one way or another that the accused was a violent man.

Samþykkt: 
 • 6.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32691


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
20190506_121652.jpg3.13 MBLokaðurYfirlýsingJPG
Um sönnun í nauðgunarmálum.pdf889.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna