is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32693

Titill: 
  • Vinur minn snjallsíminn: Fyrirlestrar um notkun og áhrif snjallsímans í ljósi gagnrýnna kenninga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er hluti af lokaverkefni í námi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Lokaverkefnið er miðlun til unglinga á fyrirlestrarformi um snjallsímann og er þessi ritgerð unnin samhliða þeim heimsóknum. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir mikilvægi þess að fjalla um tiltekið efni á slíku formi, gagnrýnar kenningar á tæknina eru teknar fyrir, umfjöllun um notkun og áhrif snjallsímans og að lokum er farið yfir efni fyrirlesturs skref fyrir skref.
    Snjallsímanotkun eykst sífellt, áhrifin eru mælanleg og helst til neikvæð. Unglingar virðast tilbúnir að hlusta á fyrirlestra um efnið enda fyrsta kynslóðin sem beinlínis fæðist inn í heim snjallsímans. Niðurstöður rannsókna sýna að áhrif snjallsímans eru töluverð. Allt er gert til að halda notendum sem mest í símanum og hámarka þannig notkunina. Meiri notkun, meiri peningur fyrir valdhafa samfélagsmiðla og annarra tæknifyrirtækja og áhrifin koma helst niður á unga fólkinu. Notkunin hefur helst áhrif á samskipti og samveru og það sýna niðurstöður rannsóknar í fyrirlestraheimsóknum einnig. Áhrif snjallsímans birtast í minni samskiptum við fjölskyldu, takmarkaðri útveru og samvera með vinum er minni en unglingar myndu gjarnan vilja.
    Vonir standa til þess að þetta verkefni sem hér er gerð grein fyrir gagnist sem flestum og upplýsi um snjallsímanotkun, áhrif hennar og vandann sem við stöndum frammi fyrir. Þörf er fyrir slíkar upplýsingar í samfélaginu. Áformað er að stækka markhópinn enn meira og færa fyrirlestrana yfir á eldri hópa samfélagsins sem þurfa ekki síður á áminningunni og upplýsingunum um snjallsímann að halda.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thorhildur-skila.pdf11.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20190506_122045.jpg3.26 MBLokaðurYfirlýsingJPG