is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32701

Titill: 
 • „Ég skil ekki alveg af hverju enginn tók eftir því að þarna væri ofbeldi í gangi“ Hver er upplifun íslenskra kvenna og kvenna af erlendum uppruna sem fara úr ofbeldissamböndum?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er staða kvenna sem hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum og upplifun þeirra á sáttameðferð sýslumanns og verður efnið skoðað frá sjónarhóli brotaþola heimilisofbeldis. Rannsóknin var feminísk og beinist að því að varpa ljósi á valdleysi kvenna sem hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum í sáttameðferð sýslumanns. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt en tekin voru hálfopin viðtöl við tíu konur, fimm íslenskar og fimm af erlendum uppruna.
  Meðal spurninga og álitaefna sem leitast er við að skoða eru m.a. spurningar eins og hver er aðdragandi þess að konurnar skilja við eiginmenn sína? Og hverjar voru upplifanir þeirra í sambandinu. Einnig mun ég leita svara við atriðum er lúta að Sáttameðferð sýslumanns eins
  og hverjar voru upplifanir þeirra á sáttameðferð sýslumanns? Einnig er spurt hver er reynsla þeirra á skilnaðarferlinu og þá sérstaklega þegar kom að umgengnis- og forræðismálum? Að síðustu mun ég spyrja: Hver var líðan þeirra eftir skilnað?
  Við greiningu gagna var stuðst við kenningar Lorraine Wolhuter um samtvinnun mismununarbreyta og Pierre Bourdieu um karllæg yfirráð.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að í hinum nánu samskiptum sem brotaþolar ofbeldis eru oft í, við geranda heldur ofbeldið áfram innan sáttameðferðar sýslumanns þar sem ekki er litið til þess þáttar í meðferðinni. Einnig benda niðurstöður til að brotaþolar eru ekki lausir undan áreitni eða ofbeldi ofbeldismanna sinna, eftir að skilnaði er lokið.

 • Útdráttur er á ensku

  The topic of this thesis is the situation of women who have been abused in inter partner relationships and their experience of the magistrate's mediation process, this will be viewed from the perspective of the victims of domestic violence. This was a feminist study and focused on highlighting the powerlessness of the women, who after having left abusive relationships, have to go through the sheriff's mediation process. Qualitative research methods were applied but half-open interviews were conducted with ten women, five Icelandic and five of foreign origin.
  Among the questions and issues raised are, for example, what caused the women to leave their abuser, what did the women go through during the relationships, how did the women experience the magistrate‘s mediation process as well as the divorce process, especially when dealing with custody issues, and, finally, how did they feel once the divorce had gone through?
  The analysis of the data was based on Lorraine Wolhuter‘s theories of intersectionality and Pierre Bourdieu‘s masculine dominance. The results of the study show that the magistrate‘s mediation process does not allow for the possibility of domestic violence and concequently the abusers are able to continue abusing the women while going through the mediation process. In addition, the findings indicate that the women continue to be harrassed by their abusers after the divorce.

Samþykkt: 
 • 6.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32701


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf900.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skönnuð.pdf317.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF