is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32705

Titill: 
  • Anarkismi og lýðræði: Getur anarkisminn hjálpað systur sinni lýðræðinu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Spurningin sem velt er upp í þessari ritgerð er hvort að anarkisminn geti haft áhrif til hins betra á lýðræðisþróunina í heiminum, en þó sér í lagi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Kenningar Murray Bookchins um allsnægtaranarkisma, sjálfsstjórnarfrjálshyggju, félagslega vistfræði og sambandshyggju á ofanverðri 20. öld eru helsti grundvöllur ritgerðarinnar en einnig er litið til skrifa Noam Chomskys um hnignun fulltrúalýðræðisins og áhrifa fjármagns á stjórnmál.
    Til þess að varpa ljósi á anarkisma nútímans er sögu anarkismans og helstu kenninga hans gerð skil í grófum dráttum sem og tengsl og ágreiningur anarkista og marxista á 19. öldinni.
    Kostir og veikleikar fulltrúalýðræðisins eru skoðaðir, bæði í sögulegu samhengi og í nútímanum. Þættir sem ógna lýðræðinu, s.s. spilling, flokkadrættir, áhrif fjölmiðla og undirróðursstarfssemi eru raktir og tengdir við gagnrýni anarkismans á vald, eignir og fjármagn.
    Velt er upp dæmum um anarkisma í framkvæmd sem grundvöll þjóðfélaga, félagasamtaka, fyrirtækja og hreyfinga af ýmsum toga. Þar sést hvernig kenningar anarkista, m.a. Bookchins ganga í raunveruleikanum og hvort, og þá hvernig, frjálslynd lýðræðissamfélög geti tileinkað sér anarkíska hugsun til að vinna á móti þeim hættum sem lýðræðið stendur frammi fyrir.
    Niðurstaðan er sú að anarkismi nútímans býður upp á spennandi, nýstárlegar og einfaldar leiðir til að styrkja lýðræðið og að anarkistar eru í auknum mæli tilbúnir til þess að taka smærri skref til breytinga í átt að beinu lýðræði og minnkandi miðstýringu í dag heldur en skoðanasystkin þeirra á 19. öldinni og fyrri hluta þeirrar 20.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Snorri_Sturluson_BA_Ritgerð_FINAL.pdf350.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Snorri_Sturluson_BA_Yfirlysing.pdf179.22 kBLokaðurPDF