is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32706

Titill: 
  • "Scold your wife sharply, bully and terrify her" : Áhrif trúarbragða á stöðu kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að rýna í samband trúarbragða og kynjamisréttis. Stuðst verður m.a. við hugmyndir Émile Durkheim, Ian C. Jarvie og Edward Tylor um trúarbrögð og upphaf þeirra. Trúarbrögð hefur verið afar miðlægt rannsóknarefni innan mannfræðinnar enda eiga þau stóran þátt í að móta samfélög og menningar. Hins vegar hefur verið afar erfitt að skilgreina hugtakið „trúarbrögð“ á fullnægjandi hátt, en trúarbrögð eru afar fjölbreytt og marglaga, og ekki iðkuð á sama hátt alls staðar og því skiljanlegt að mannfræðingar og aðrir vísindamenn hafa staðið frammi fyrir erfiðleikum við að skilgreina þau öll undir eitt og sama hugtakið. Trúarbrögð hafa fylgt mannkyninu í aldaraðir en einnig kynjamisrétti, þó á mismunandi hátt eftir stöðum og tíma. Stuðst verður við hugmyndir Sherry B. Ortner, Henrietta Moore og Simone de Beauvoir um femínisma, en Ortner segir kynjamisrétti vera alþjóðlegt vandamál sem er svo rótgróið að erfitt reynist að koma á fullu jafnrétti meðal kynja. Til að reyna að varpa ljósi á það hvers vegna kynjamisrétti sé til staðar verða rit þriggja stærstu trúarbragða heims skoðuð, kristni, íslam og hindúisma, og hvernig fjallað er um konur í þeim ritum. Trúarbrögð og trúarlegar iðkanir má finna í nánast öllum samfélögum heims og hafa orð í heilögum ritum verið notuð til að réttlæta sem og viðhalda kynjamisrétti. Út frá þeim pælingum verður einnig samband trúarbragða og mannréttinda skoðað en það samband er gífurlega flókið og stórt viðfangsefni að takast á við. Í sameiningu reyna þessir þættir að koma okkur nær svari við rannsóknarspuningunni hvort trúarbrögð hafa áhrif á menningarlegan mun karla og kvenna og því kynjamisrétti sem er til staðar í heiminum.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay will examine religions from a feminist perspective. Émile Durkheim, Ian C. Jarvie and Edward Tylor‘s ideas about religions and their origin will be used for support. Religions have been, and are still, a very central research topic in anthropology given that religions have a big influence on the structure of societies and cultures. However, religion has been a very difficult concept to define sufficiently. Religions are very divergent and practiced in different ways so the difficulties anthropologists and other scientists have faced while trying to define them in one concept is not surprising. Religions have been a part of the human kind for centuries, and so has gender inequality, though in different ways in different times in history. Sherry B. Ortner, Henrietta Moore and Simone de Beauvoir‘s ideas about feminism will be used for support. Ortner claims that gender inequality is a global issue and so ingrained in every society, that fighting for gender equality has been a battle with limited results. In order to shed a light on the reason why this inequality exists, holy texts from the three biggest religions in the world will be examined, Christianity, Islam, and Hinduism, and how women are discussed in these holy texts. Religions and religious practises can be found in almost every society and words in holy texts have been used to justify and maintain gender inequality. From that point this essay will examine the intricate relationship between religions and human rights. This is done in order to bring us closer to the answer of this essay‘s research question on whether religions effect the cultural inequality between men and women that can be found all over the world.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32706


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Heba Líf Jónsdóttir.pdf615.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni BA.pdf645.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF