is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32707

Titill: 
  • Biblían og bandprjónninn er það nóg? Saga námsgagnagerðar á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til meistaraprófs í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við hugvísindadeild Háskóla Íslands og var hún unnin veturinn 2018 – 2019. Í lokaverkefninu er rakin saga námsgagnagerðar á Íslandi frá upphafi til dagsins í dag. Ísland er eitt fárra landa í Evrópu með ríkisrekna námsbókaútgáfu fyrir grunnskólastigið og í verkefninu er þeirri spurningu velt upp af hverju svo sé. Saga námsgagnagerðar er ekki löng en þrjár stofnanir hafa staðið í útgáfu kennslubóka fyrir grunnskólabörn en það eru Ríkisútgáfa námsbóka, Námsgagastofnun og í dag er það á ábyrgð Menntamálastofnunar. Í framhaldinu er í verkefninu skoðuð sú þróun sem hefur orðið á námsgögnum og kennslubókum gegn um tíðina. Það var gert með því að leggja spurningakönnun fyrir fimm ritstjóra þar sem þeir voru spurðir hver væri þeirra skoðun á þróun námsefnis. Þeir svöruðu niu spurningum um það sem þeim fannst helst hafa breyst varðandi útlit og inntak kennslubóka. Í lok ritgerðarinnar er rakið ritstjórnaferli einnar kennslubókar. Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar kennslubók er samin bæði varðandi innihald og hönnun á prentgripnum. Bókin verður að vera áhugaverð og kveikja áhuga nemenda og vera kennurum til stuðnings við kennsluna. Það er því mikil ábyrgð að ritstýra námsefnsigerð þannig að vel fari.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32707


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Saga námsgagnagerðar á Íslandi.pdf105.95 MBLokaður til...08.05.2032HeildartextiPDF
Yfirlýsing Sigrún Sóley.pdf339.66 kBLokaðurPDF