is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32708

Titill: 
  • Titill er á ensku Rights and Prejudice A Comparative Case Study: European Union influence on LGBTI rights in Estonia, Latvia and Lithuania
  • Réttindi og fordómar Samanburðar tilviksrannsókn: Áhrif Evrópusambandsins á réttindi hinsegin fólks í Eistlandi, Lettlandi og Litháen
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    The goal with this comparative case study is to construct an explanation for the different impact the EU has on LGBTI rights within the Baltic states and to analyse why Estonia has taken more progressive measures toward LGBTI rights in comparison to Latvia and Lithuania. The EU actively advocates for LGBTI human rights. For instance, the Union requires their member-states (MS) and new applicant-states (AS) to implement EU regulation that forbids any discrimination based on sexual orientation in the workplace. Former communist countries in Eastern-Europe joined the EU eastern-enlargement in the early 2000’s. The enlargement included the Baltic states of Estonia, Latvia and Lithuania, which were all part of the Soviet Union until 1991. Research on the eastern-enlargement suggests that the post-communist states were mainly motivated to join the EU due to economic and security reasons. However, in order to be eligible for membership, the AS need to meet the Copenhagen criteria on democratisation and human rights. Although all new MS showed progress in LGBTI rights during their application period, some process reversed once some of the AS became MS. For instance in the case of Poland, Latvia and Lithuania. In comparison, Estonia has taken further steps for LGBTI rights and is the only Baltic state that legally recognises gender neutral partnership. I suggest that the EU had similar effects on LGBTI rights developments in all cases during the MS’s application period, but differential effects after they gained full membership status. The EU will still play an important role in advocating for LGBTI rights in post-communist MS by turning the national spotlight on the topic and through both direct and indirect support for LGBTI human rights activism in those states. The EU has had an effect on LGBTI rights in all three MS in this case study, but the different evolution of rights in each case indicates that other factors have also had an effect on MS’s LGBTI rights. I argue that the main explanatory factor for Estonia’s progressive measures towards LGBTI rights in comparison to Latvia and Lithuania, can be explained through national identity. National identity refers to dominant values within a society and where the citizens place their country on the global spectrum.

  • Markmið rannsóknarinnar er að framkvæma samanburðar-tilviksrannsókn (e. comparative case study) til að greina og lýsa mismunandi áhrifum af regluverki Evrópusambandsins á réttindi hinsegin fólks í Eystrasaltslöndunum. Höfundur mun þannig greina hvers vegna Eistland hefur stigið fleiri framfaraskref í þágu hinsegin réttinda, í samburði við Lettland og Litháen. Evrópusambandið beitir sér með virkum hætti í þágu aukinna mannréttinda fyrir hinsegin fólk. Öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins, auk þeirra ríkja sem hyggjast sækja um aðild að sambandinu, ber skylda til að innleiða reglugerð Evrópusambandsins um bann við hvers kyns mismunun á grundvelli kynhneigðar á vinnustað. Fyrrum kommúnistaríki í Austur-Evrópu urðu aðilar að Evrópusambandinu í kringum fyrsta áratug 21. aldarinnar. Stækkunin náði til Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháens, sem voru öll hluti af Sovétríkjunum fram til ársins 1991. Rannsóknir um stækkun Evrópusambandsins til austurs benda til þess að megin hvati fyrrum kommúnistaríkja Austur-Evrópu til þátttöku í nánara Evrópusamstarfi megi rekja til efnahags- og öryggisástæðna. Til að umsóknarríki séu metin hæf til aðildar að Evrópusambandinu, þurfa ríkin að uppfylla Kaupmannahafnarskilyrðin (e. Copenhagen criteria) um lýðræðisþróun og mannréttindi. Þrátt fyrir að öll nýju aðildaríkin sýndu fram á umbætur í réttindum hinsegin fólks í kjölfar aðildarviðræðna við Evrópusambandið byrjuðu að myndast brestir í málaflokknum meðal nokkurra ríkja eftir að þau öðluðust fulla aðild að sambandinu. Dæmi um slíka bresti má t.a.m. finna í Póllandi, Lettlandi og Litháen. Eistland hefur aftur á móti stigið framfaraskref í átt að bættum réttindum í þágu hinsegin fólks og er eina ríki Eystrasaltslandanna sem heimilar staðfesta sambúð einstaklinga, óháð kyni. Það er mat höfundar að regluverk Evrópusambandsins hafi haft svipuð áhrif á þróun réttinda hinsegin fólks í öllum þremur aðildarríkjum rannsóknarinnar, en að regluverk sambandsins hafi haft mismunandi áhrif á stöðu málaflokksins í löndunum þremur eftir að ríkin öðluðust fulla aðild að sambandinu. Evrópusambandið mun áfram gegna mikilvægu hlutverki í stuðningi við réttindi hinsegin fólks í nýju aðildarríkjum sambandsins. Bæði með beinum og óbeinum stuðningi í réttindabaráttu hinseginfólks, en einnig með aukinni fræðslu til íbúa ríkjanna um mikilvægi málaflokksins. Evrópusambandið hefur haft áhrif á réttindastöðu hinsegin fólks í Eistlandi, Lettlandi og Litháen en ólík þróun réttinda í hverju tilfelli gefur til kynna 4 að aðrir þættir hafi einnig áhrif á réttindi hinsegin fólks í aðildarríkjum rannsóknarinnar. Höfundur heldur því fram að hugtakið „þjóðareinkenni“, sem vísar til ríkjandi gilda innan samfélags og hvar borgarar ríkis staðsetja land sitt á hinu alþjóðlega litrófi, sé meginþáttur til skýringar á framsæknari aðgerð Eistlands í garð réttinda hinseginfólks samanborið við Lettland og Litháen.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32708


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rights and Prejudice.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf736.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF