is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32709

Titill: 
  • Konur, stjórnmál og samfélag. Staða kvenna í Bosníu og Hersegóvínu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna stöðu kvenna í Bosníu og Hersegóvínu (BiH) á opinberum vettvangi sem og á einkalífi. Skoðunin nær til tveggja tímabila, annars vegar áranna 1945-1992 og hins vegar frá árinu 1995 til dagsins í dag. Megináhersla er lögð á að kanna baráttu kvenna innan BiH á meðan landið var lýðveldi undir stjórn fyrrum Júgóslavíu sem og þróun eftir að borgarastríði lauk árið 1995 með Deyton-samkomulaginu. Rannsóknin er unnin á grundvelli mótunarhyggju, frjálslyndisstefnu og femínískra kenninga og þær kenningar eru notaðar til að varpa ljósi á stöðu kvenna í BiH. Í því miði að fá sem gleggsta sýn á stöðuna var samfélagsgerð, pólitísk þátttaka kvenna og menntun könnuð sérstaklega. Staðan var jafnframt metin út frá hugmyndum um feðraveldið. Niðurstaðan er að staða kvenna á opinberum vettvangi og í einkalífi hefur lítið sem ekkert breyst þrátt fyrir aukið lýðræði og aukna þátttöku í alþjóðlegu samstarfi eftir stríð. Á tímum Júgóslavíu var hlutverk kvenna í BiH fyrst og fremst að vera móðir og því næst verkakona. Staðan er óbreytt í dag hvað það varðar að konum er enn ætlað að sinna móðurhlutverkinu framar öllu öðru. Af niðurstöðum má jafnframt draga þá ályktun að ef stjórnkerfið stendur óbreytt og ekki hriktir í grunnstoðum feðraveldisins sé langt í land í baráttu kvenna fyrir jöfnum tækifærum í BiH.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32709


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð_2019_Jasmina_Crnac.pdf650,84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni_yfirlýsing um meðferð_skemann.jpeg1,71 MBLokaðurYfirlýsingJPG