is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3270

Titill: 
  • Ákvarðanataka og mótun menningarstefnu tveggja danskra sveitarfélaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni til meistaraprófs í opinberri stjórnsýslu er verið að lýsa og greina ákvarðanatökuferlinu við mótun menningarstefnu hjá tveimur dönskum sveitarfélögum.
    Dönskum sveitarfélögum er í sjálfsvald sett hvort þau yfirhöfuð móta menningarstefnu. Flest kjósa þau hins vegar að gera það og eru margar og ólíkar ástæður fyrir því. Ástæðurnar geta meðal annars verið þær að sveitarfélagið vilji finna leiðir til þess að greina sig frá öðrum, auka velferð íbúa sveitarfélagsins eða telja að góð menningar- og tómstundastefna auki aðdráttarafl sveitarfélagsins og tilflutning fólks til þess.
    Rannsóknin fór þannig fram að safnað var þeim skriflegu gögnum sem til voru hjá sveitarfélögunum í tilviksgreiningunni, þá var stuðst við vettvangsrannsókn höfundar, ásamt því að viðtöl voru tekin við einstaklinga; starfsfólk og stjórnmálamenn sem komu að gerð menningar- og tómstundastefnunnar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru síðan í fyrsta lagi bornar saman við kenningar sem fjalla um ákvarðanatöku til þess að lýsa og greina gerð menningar- og tómstundastefnunnar í heild sinni. Í öðru lagi voru áhrif og völd einstakra aðila eða hópa á gerð þessarar sömu stefnu metnar út frá kenningum um völd.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að þegar menningar- og tómstundastefnan er skoðuðu í heild sinni virðist ruslatunnulíkanið lýsa ákvarðanatökuferlinu á bestan máta. Þegar áhrif og völd eru hins vegar skoðuð verður að brjóta svarið við því upp í tvennt. Í fyrsta lagi eru hugmyndirnar að menningarstefnunni ekki staðbundnar heldur þróast þær í neti sérfræðinga. Í öðru lagi virðast stjórnmálamennirnir hafa beint vald í höndum þegar kemur að því að ákveða útfærslu menningar- og tómstundastefnunnar.

Samþykkt: 
  • 28.1.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thorvaldur_Thorbjornsson_fixed.pdf304.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna