is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32711

Titill: 
  • Réttindi og skyldur lánshæfismatsfyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Lánshæfismat er mikilvægt hjálpartæki fyrir fjárfesta og útgefendur fjármálagerninga og aðra þátttakendur á fjármálamarkaði til að skilja lánsáhættu. Lánshæfismatsfyrirtæki framkvæma lánshæfismat en almennt er litið á slíkt mat sem mikilvægan gæðastimpil víða um heim. Ógætileg lánshæfismöt frá lánshæfismatsfyrirtækjum eru talin hafa haft mikil áhrif á þann óróa sem skapaðist á fjármálamarkaði á þeim tíma. Í framhaldi af því var ákall var um endurskoðun á regluverki á sviði lánshæfismats. Með reglugerð Evrópusambandsins frá 2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (CRAR) var leitast við að takast á við þau vandamál sem fylgja starfsemi lánshæfismatsfyrirtækja.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um lánshæfismat, lánshæfismatsfyrirtæki og aðdraganda þess að Evrópusambandið setti reglugerð um (CRAR). Helsta viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða helstu skyldur sem hvíla á lánshæfismatsfyrirtækjum, hvernig eftirliti með lánshæfismatsfyrirtækjum er háttað og hvort sérfræðiábyrgð hvíli á lánshæfismatsfyrirtækjum með hliðsjón af CRAR.
    Með CRAR hefur fyrst og fremst verið reynt að sporna við þeim vandamálum sem geta komið upp við gerð lánshæfismats. Lagðar voru ýmsar skyldur á lánshæfismatsfyrirtæki í því skyni að bæta útgáfuferli lánshæfismats og gæði þess. Einkum var sett í forgang að sporna við hagsmunaárekstrum og draga úr þeim. Auk þess að bæta aðferðafræði lánshæfismats, auka samkeppni á markaði fyrir lánshæfismat, birta hvers kyns lánshæfismöt, matshorfur sem og ákvarðanir um að falla frá lánshæfismati og settar kröfur um skráningu lánshæfismatsfyrirtækja. Að auki var með CRAR komið á samræmdu eftirliti með lánshæfismatsfyrirtækjum innan EES. Með hliðsjón af CRAR verða aðilar sem vinna að útgáfuferli lánshæfismats taldir sérfræðingar þar sem þeir þurfa að búa yfir tiltekinni fagþekkingu og má draga þá ályktun að litið verði á ábyrgð þeirra sem sérfræðiábyrgð.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32711


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Zorana Kotaras - lokaútgáfa.pdf878.78 kBLokaður til...01.01.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing um lokaverkefni.pdf272.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF