is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32713

Titill: 
  • „Eigum við að eftirláta hernum stúlkubörnin?” Ástandið á mörkum löggæslu og barnaverndar.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar eru sértækar aðgerðir ríkisins vegna „ástandsins“ svo sem eftirlit með ungmennum, lagasetningar, stofnun ungmennadómstóls og stofnun sérstakra vistheimila til að vista stúlkur sem voru í „ástandinu“. Í þessari rannsókn var lögð sérstök áhersla á framkvæmd laga um eftirlit með ungmennum og með hvaða hætti barnaverndarnefnd kom að opinberu eftirliti og afskiptum af „ástandinu“. Viðfangsefnið var nálgast með aðferðir kynjasögunnar í huga og þá sérstaklega með kenninguna um samtvinnun að vopni. Samtvinnun er aðferðafræðileg nálgun sem á rætur sínar að rekja til kynjafræðinnar og feminískrar baráttu. Nálgunin gengur út á að skoða hvernig áhrifaþættir svo sem kyn, aldur, stétt og fleira blandast saman og skapa sérstaka stöðu einstaklingsins í samfélaginu.
    Ein birtingarmynd „ástandsins“ voru afskipti yfirvalda af stúlkum og ungum konum sem áttu (eða voru taldar eiga) í nánum samböndum við hermenn. Helstu táknmyndir þeirra afskipta voru ungmennaeftirlitið og ungmennadómstóllinn sem störfuðu um tíma á stríðsárunum. Ritgerðin fjallar um þessar stofnanir. Nánar til tekið er sjónum beint að því hvernig þessar stofnanir unnu saman við að framfylgja ákvæðum laga sem sett voru um afskipti ríkisins af samskiptum stúlkna og hermanna. Auk þess verður fjallað um aðkomu barnaverndarkerfisins að „ástandinu“.
    Lög um eftirlit með ungmennum voru sett í kjölfar þess að töluverð umræða hafði skapast í samfélaginu um konur og stúlkur sem áttu vingott við hermenn. Aðdragandinn að lagasetningu voru tæplega tvö ár þar sem málsmetandi karlar og konur mynduðu sér skoðanir á „ástandinu“ og hvernig væri hægt að bregðast við því. Framkvæmd laganna varð töluvert ólík lagabókstafnum en þó í samræmi við þá umfjöllun um „ástandið“ sem kom fram í aðdraganda lagasetningarinnar. Togstreita á milli barnaverndarsjónarmiða og refsisjónarmiða ásamt óljósum skilum þarna á milli settu mark sitt á framkvæmdina. Einnig er hægt að benda á að sá hópur kvenna sem var viðkvæmastur fyrir afskiptum yfirvalda af samskiptum þeirra við hermenn voru ungar konur eða stúlkur sem áttu lítið bakland og/eða voru af verkalýðsstétt.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this study is the Icelandic government’s actions regarding “the circumstances”, as relations between young Icelandic women and foreign soldiers in World War II were known. This includes the surveillance of young people, legislations, the founding of a juvenile court and the founding of specific juvenile institutions for young women involved with “the circumstances”. This study puts an emphasis on the implementation of laws regarding surveillance of young people and how the child protective services were involved with the official investigation and intervention of “the circumstances”. The subject was approached with the methods of gender history in mind, specifically intersectionality. Intersectionality is a methodological approach that has its roots in gender studies and feminist activism. This approach centres on examining how factors such as gender, age, class etc. intersect to create a specific status in society for every individual.
    One manifestation of “the circumstances” was the governmental interference of girls and young women who were in close relations (or were thought to have close relations) with foreign soldiers. The strongest symbols of this interference were a youth surveillance agency and the juvenile court who were in operation during the war. This essay discusses these institutions. More specifically, the focus is on how these institutions worked together to enforce the previously mentioned legislations. Additionally, it discusses the involvement of the child protective services with “the circumstances”.
    The law regarding the surveillance of young people were put in effect after considerable debate in Icelandic society about women and girls having relations with foreign soldiers. The prelude to the legislation were approximately two years where reputable men and women formed and voiced their opinions on “the circumstances” and how the government should react. The implementation of the law differed considerably from the letter of the law, although in compliance with the discussion of “the circumstances” that arose leading up to the legislation. Conflict arose between the viewpoint of child protection on one hand and the penal viewpoint on the other that affected the implementation of the law. The essay also deals with which specific group of women was the most vulnerable to government interference regarding their relations with foreign soldiers. That group was young women of working class backgrounds and those who had little family support.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32713


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Eigum við að eftirláta hernum stúlkubörnin_”.LOKA.pdf4.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf293.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF