is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32722

Titill: 
  • Framhald eða frávik? Innflytjendastefna Bandaríkjanna í embættistíð Trump
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sjónum beint að innflytjendastefnu Bandaríkjanna í embættistíð Donald Trump. Til að skoða hvers vegna bandarísk stjórnvöld hafa í gegnum tíðina verið hikandi við að veita ólíkum hópum innflytjenda aðgang verða kenningar þjóðernishyggju notaðar til að greina innflytjendastefnurnar. Innflytjendasaga Bandaríkjanna er rakin með sérstakri áherslu á þau lög sem hafa haft mest áhrif á mótun innflytjendastefnu Bandaríkjanna. Í framhaldi af því er innflytjendastefna Trump skoðuð þar sem tekin eru fyrir tvö tilvik. Annars vegar ferðabannið sem sett var á sjö múslimaríki árið 2017 og hins vegar fyrirætlanir Trump um múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ritgerðin leiðir það í ljós að stefnubreytingar Trump eru ekki nýjar leiðir heldur notast hann við fordæmi frá 19. öldinni þar sem kínverskum innflytjendum var hafnað vegna þeirrar ógnar sem þótti stafa af þeim. Ekki er hægt að fullyrða að innflytjendastefna Trump sé framhald af gegnumgangandi innflytjendastefnu Bandaríkjanna þar sem embættistíð Trump er ekki lokið og hann getur því enn gert umtalsverðar breytingar á innflytjendastefnunni. Það er þó ljóst að innflytjendastefna Trump til þessa er ekki eins mikið frávik frá innflytjendastefnu Bandaríkjanna í gegnum tíðina og margir vilja halda.

Samþykkt: 
  • 7.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32722


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Margret_Lif_Lokaskjal.pdf689.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_skemman.pdf51.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF