is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32723

Titill: 
 • Þátttökufjárhagsáætlunargerðir í sveitarfélögum á Íslandi
 • Titill er á ensku Participatory budgeting in municipalities in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginviðfangsefni eftirfarandi rannsóknar eru þátttökufjárhagsáætlunargerðir í sveitarfélögum á Íslandi. Um er að ræða tiltölulega nýja aðferðarfræði þátttökulýðræðis sem notuð er víðsvegar í heiminum og veitir almenningi tækifæri til ráðstöfunar á opinberu fjármagni.
  Markmið rannsóknarinnar er að leggja mat á umfang þátttökufjárhagsáætlunargerða í sveitarfélögum á Íslandi sem og hvaða tegundir verið er að nota hérlendis og hvaða fyrirmyndir voru hafðar til hliðsjónar við innleiðingu aðferðarfræðinnar. Tekin voru sérfræðiviðtöl við sjö einstaklinga, sex starfsmenn þeirra sveitarfélaga sem eru með verkefni sem falla að skilgreiningu þátttökufjárhagsáætlunargerða sem notast er við í rannsókninni ásamt fulltrúa frá sjálfseignarstofnuninni Íbúum samráðslýðræði. Auk viðtalanna var aflað fræðilegra gagna við vinnslu á rannsókninni. Áhersla var lögð á að tengja niðurstöður viðtalanna við skilgreiningar á þátttökufjárhagsáætlunargerð sem og kenningar fræðimanna um þátttökulýðræði.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að sex sveitarfélög hér á landi eru með verkefni sem falla að þeirri skilgreiningu á hugtakinu þátttökufjárhagsáætlunargerð sem notast er við í rannsókninni. Verkefnin eru að miklu leiti sambærileg og falla öll að þeirri tegund þátttökufjárahagsáætlunargerða sem kallast Framkvæmdir í samfélaginu. Í umræddum sex sveitarfélögum gefst íbúum tækifæri til ráðstöfunar á afmörkuðu opinberu fjármagni í gegnum ákveðið kerfi þar sem einstaklingar geta komið með hugmyndir að framkvæmdum sem þeir vilja sjá í sínu nærumhverfi. Ekki var ein sérstök fyrirmynd höfð til hliðsjónar við innleiðingu aðferðarfræðinnar hérlendis. Sveitarfélögin hafa mest megnis litið til hvors annars við innleiðingu þátttökufjárhagsáætlunargerða en hafa að einhverju leyti notast við fyrirmyndir frá Brasilíu og Bandaríkjunum.

 • Útdráttur er á ensku

  The main object of this research is participatory budgeting in the municipalities in Iceland. Participatory budgeting is a relatively new methodology of participatory democracy which provides the public with an opportunity to participate in the allocation of public funds.
  The aim of the research is to assess the extent of participatory budgeting in municipalities in Iceland, as well as what types of the methodology are being used in Iceland for the implementation.
  Interviews were conducted with seven indivituals, six employees of the municipalities witch have projects of participatory budgeting and a reprecentative of a non-profit organization in cooperation with the municipalities. In addition to the inderviews, a data collection was conducted during the research. Emphasis was placed on linking the results of the interviews to definitions of participatory budgeting and theories of participatory democracy.
  The main finding of the study is that six municipalities in Iceland have implemented participatory budgeting. All of the projects are comparable and are classified as Public Work Programs. In the municipalities, residents have the opportunity to allocate a limited public capital through a specific system, where individuals can submit ideas for projects in their local community. The municipialities researched the methods in Brazil and the United States to some extent, but mainly looked towards each other when implementing the methodology. As a result, the projects have developed in a similar direction.

Samþykkt: 
 • 7.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32723


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TinnaGarðarsdottir_Lokaskjal_MPA.pdf689.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni_yfirlýsing.pdf45.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF