is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32724

Titill: 
  • „Hátíð fyrir þá en þetta er dálítið kreisí fyrir hina.“ Upplifun fólks af Evrópsku söngvakeppninni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftir seinni heimstyrjöldina þurfti Evrópa eitthvert sameiningartákn til að styrkja bönd fyrrum óvina. Komið var á laggirnar Sambandi evrópska Sjónvarpsstöðva sem sjónvarpaði fjölbreyttri dagskrá sem átti að höfða til allra landa innan SES. Evrópska söngvakeppnin var ein af þeim dagskrárliðum sem naut mestu hylli en sú keppni hefur verið í sjónvarpi Evrópubúa síðan 1956. Keppnin hefur stækkað og breyst mikið síðan hún var fyrst sett á svið og er keppnin orðin að rótgróinni hefð og partur af lífi margra Íslendinga. Íslenska þjóðin tók fyrst þátt árið 1986 og var þá ekki aftur snúið. Á þeim tíma sem Ísland hefur keppt hefur sigurinn aldrei fallið í hendur þess en vonin er alltaf til staðar. Keppninni fylgir mikill undirbúningur og eiga áhorfendur einnig þátt í því að upphefja keppnina með umtali og fréttum í fjölmiðlum.
    Í rannsókninni voru tekin viðtöl við sjö viðmælendur með mismunandi sýn á keppnina. Spurt var almennt um viðhorf þeirra til keppninnar en einnig var leitað svara við spurningunni: „Er Eurovision hátíð?“ Viðmælendur eiga það allir sameiginlegt að hafa horft á keppnina, þótt sumir horfi bara á í smá stund. Kom í ljós að allir voru sammála um að keppnin og allt sem umlýkur henni sé hátíð, en ekki allir vildu halda upp á þessa hátíð sjálfir. Þau hugtök sem ég nota til að greina frásagnir og hátíðina sjálfa eru: hátíð, gróteska og karnival frá Mikhail Bakhtin, jaðartími og hópkennd frá Victor Turner, leikir úr smiðju Johan Huizinga, hópar eins og Alan Dundes lýsir þeim, hefðir undir lýsingum Martha C. Sims og Martine Stephens og að lokum sviðslist úr bók Richard Schechner og hvað staðalímyndir eru.

Samþykkt: 
  • 7.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eurovision_ba_ritgerd_2019.pdf2.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlýsing.pdf30.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF