Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32725
Aukinn vöxtur netverslunar og breytt kauphegðun þúsaldarkynslóðarinnar hefur gerbreytt verslunarumhverfi nútímans og allir sem starfa á verslunar- og þjónustumarkaði þurfa að bregðast við þessari þróun. Internetið er notað í miklu magni til að leita að vörum, bera saman og kaupa vörur. Með framförum tækninnar hefur kauphegðun neytenda tekið stakkaskiptum, neytendur vilja að allt gangi fljótar fyrir sig og að allar upplýsingar séu aðgengilegar. Í þessari ritgerð var lögð sérstök áhersla á að skoða hvernig kauphegðun neytenda er að breytast og hvað fyrirtæki geta gert til að missa ekki af lestinni. Tvær rannsóknir voru framkvæmdar, annars vegar megindleg rannsókn þar sem tveir spurningalistar voru lagðir fyrir á Internetinu og hins vegar eigindleg rannsókn þar sem höfundur tók viðtal við verslunarstjóra í fataverslun. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar gáfu til kynna að þróun tækninnar býður neytendum að kaupa nánast hvað sem er á hvaða tíma sólarhrings, hvort sem um er að ræða innanlands eða erlendis frá. Væntingar viðskiptavina eru að aukast og þörf er á stöðugum endurbótum fyrirtækja. Nútímaneytendur horfa í miklu minna magni á sjónvarp svo góð leið til að ná til þeirra er í gegnum samfélagsmiðla og áhrifavalda. Því er stafræn innleiðing mikilvægur þáttur fyrir fyrirtæki til að lifa af í breyttum heimi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Harpa Karen - Breytt kauphegðun.pdf | 624.03 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
doc00987020190507080954.pdf | 272.91 kB | Lokaður | Yfirlýsing |