Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32727
Harmsálmar Biblíunnar er sú sálmategund (“Gattung”) sem mest fer fyrir innan Saltarans. Um 1/3 hluti sálmanna eru harmsálmar, talsvert fleiri en hymnar (lofsöngvar). Harmsálmarnir gegndu þýðingarmiklu hlutverki hjá Ísrael til forna enda er harmurinn áberandi í Gamla testamentinu. Í nútíma helgihaldi hefur harmurinn og harmsálmarnir hins vegar engan veginn haft þá þýðingarmiklu stöðu sem þeir höfðu í hinum forna heimi Biblíunnar.
Þótt harmurinn og harmsálmar séu ekki eins sýnilegir í Nýja testamentinu, þá eru þeir vissulega þar og í bænum Jesú, eins og angistaróp hans á krossinum: “Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?” vitna um, en þau orð hans eru raunar vísun í 22. sálm Saltarans. Margir nútíma biblíufræðingar hafa haldið því fram að harmsálmar Biblíunnar hafi verið sniðgengnir í kristnu trúarlífi, helgihaldi og sálgæslu og bent á skaðlega vanrækslu þeirra.
Uppbygging, form og tjáning harmsálmanna er með þeim hætti að þar birtist mikilvæg leið til að setja sársauka og þjáningu í orð, sem heldur voninni lifandi. Hin þýðingarmikla staða þeirra í hinu forna trúarlífi bendir í sömu átt.
Í upphafi harmsálmanna má sjá tjáningu harms og angistar, kvartanir, mótmæli, reiði og ásakanir, sem margir kristnir hafa gagnrýnt, en harmsálmarnir enda undantekningalítið á fullvissu um bænheyrslu og á lofgjörð. Það er líklega meginástæða þess að allt sálmasafnið er nefnt tehillim á hebresku sem þýðir lofgjörðarsálmar. Þar spilar trúlega inn í líka að lofgjörðarsálmarnir eru ríkjandi í niðurlagi sálmasafnsins (Slm 145-150). Biblían gefur þar með hinum þjáðu leyfi til að nýta sér þessa sálma og málfar þeirra í leit að lækningu, friði og sátt á sama hátt og menn gerðu fyrr, og uppbygging sálmasafnsins virðist beinlínis vilja vekja athygli á mikilvægi þeirra.
Rannsóknir þær sem liggja að baki þessari ritgerð leiða til þeirrar niðurstöðu að hér er því haldið fram að harmsálmarnir hafi mikilvægt gildi fyrir guðþjónustur, helgihald og sálgæslu og þýðingarmikið sé að hvetja presta og kirkjur til að endurheimta þá í þjónustu sinni. Þannig er eindregið tekið undir orð þeirra fræðimanna sem hafa á síðari árum haldið því fram að vanræksla harmsálmanna í helgihaldi og öðru starfi kirkjunnar hafi beinlínis verið skaðleg.
Dæmi eru einnig tekin um persónulega reynslu einstaklinga sem hafa hlotið hjálp harmsálmanna með aðal áherslu á sálmi 22, sem er þekktasti og áhrifamesti harmsálmur einstaklings í Saltaranum og mikilvægi hans í sálgæslu.
The lament psalms of the Bible are the sort of psalms („Gattung“) that are the most apparent in the Psalter. About one-third of the psalms are lament psalms, which are more frequent than the hymns. The lament psalms had an important role in ancient Israel as the lament is also visible in the Old Testament. However, in modern times and worship, the lament psalms have not had the same important status as they had in the ancient world of the Bible. Even if the laments are not as visible in the New Testament, they are certainly there. They are present in the prayers of Jesus, such as in the suffering cries of Jesus on the cross: „ My God, my God, Why have you forsaken me?“ with the words coming from Psalm 22 in the Psalter. Many modern scholars of the Bible have pointed out that the lament psalms of the Bible have been neglected in Christian prayer, worship, and pastoral care and claimed the costly loss of the lament. The structure, form, and expression of the lament psalms show how we can put sorrow and suffering into words, which keeps the hope alive. The important status that those psalms had in ancient faith points to the same. At the beginning of the lament psalms, there is an expression of sorrow, anguish, complaints, protest, anger, and accusations, that many Christians have criticized. However, the lament psalms usually end with praise and the certainty that God has heard the prayer. That is probably the main reason that the whole collection of the psalms is called Tehillim in Hebrew, which means hymns, that are also the most apparent at the end of the book (PS 145-150). The Bible gives the sufferers permission to use these psalms and their words in the search for healing, peace, and reconciliation, as people used them in earlier times. The structure of the Book of Psalms seems to be emphasizing their importance. The research behind this thesis points to the conclusion that the lament psalms are of great importance for worship, liturgy, and pastoral care and that it is important to encourage ministers and churches to reintroduce the usage of the lament psalms in their service. It is in agreement with the scholars, who in recent years have claimed that the neglect of the psalms of lament in worship and other works of the church has been harmful. Finally, there are also examples of people in suffering, who have experienced personal benefit from the lament psalms with the main emphasis on Psalm 22, which is the most effective and most known of the personal lament psalms of the Psalter and is known for its importance in pastoral care.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Harmsálmar Biblíunnar.pdf | 3.05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Útdráttur.pdf | 81.64 kB | Opinn | Titilsíða | Skoða/Opna | |
IMG_20190506_0001.pdf | 1.56 MB | Opinn | Yfirlýsing | Skoða/Opna |