Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32728
Þessi ritgerð er lokaritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar er tvíþætt, annars vegar að þýða hluta Sögunnar af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason úr íslensku á króatísku og greina þýðinguna í grófum dráttum og hins vegar að varpa ljósi á barnabókmenntaþýðingar og vandamál sem geta komið upp þegar þýtt er fyrir börn. Ritgerðinni er skipt í tvo hluta. Fyrri hluta er skipt í þrjá kafla. Í fyrsta kafla er fræðileg umfjöllun um barnabókmenntir og barnabókmenntaþýðingar með áherslu á þýðingaraðferðir sem ræddar hafa verið af tveimur fræðikonum sem hafa sérhæft sig í barnabókmenntaþýðingum – Gillian Lathey og Riitta Oittinen. Í öðrum kafla er sagt frá skáldsögunni Sagan af bláa hnettinum og efnið og stíll hennar ásamt myndskreytingum eru greind. Í þriðja kafla eru útskýrð helstu vandamál sem komu upp í króatísku þýðingunni og lausnir á þeim. Seinni hluti ritgerðarinnar er þýðing hluta Sögunnar af bláa hnettinum á króatísku. Sagan af bláa hnettinum kom út árið 1999 og var fyrsta barnabókin sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta. Hún hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og gefin út í meira en 25 löndum, en þó ekki enn í króatískri þýðingu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Vanja2.pdf | 879,75 kB | Lokaður til...06.05.2029 | Heildartexti | ||
Skemman_yfirlysing_Vanja.pdf | 818,9 kB | Lokaður | Yfirlýsing |