is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32729

Titill: 
  • Fíllinn í stofunni. Getur sjálfbærni þróast í kapítalísku samfélagi?
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að svara spurningunni hvort sjálfbær þróun sé möguleg í kapítalísku samfélagi. Til að geta svarað þeirri spurningu svo gagn er af þarf að takmarka huglægar túlkanir og margræðni grundvallarhugtakanna sjálfbærni og kapítalismi. Nálgunin hér er í anda gagnrýinnnar kenningar og einkennist annars vegar af hugtakagreiningu, þar sem dregnar eru fram hinar innri formgerðir hugtakanna, og hins vegar byggir nálgunin á samfélagslegri sálgreiningu þar sem kastljósinu er beint að ytri formgerð hugtakanna. Í ritgerðinni eru þær forsendur gefnar að loftlagsbreytingar séu raunverulegar og að orsakir þeirra megi rekja til mannlegra athafna. Hér er ekki leitast við að svara spurningunni hvort kapítalismi geti verið sjálfbær heldur hvers vegna ekki? Gerð er grein fyrir helstu þáttum sjálfbærni og sjálfbærrar þróunar en áherslan er einkum á hinn siðferðilega hluta þeirra. Hugtakið kapítalismi fær töluvert meiri umfjöllun enda er hugtakið víðtækt en með því að afmarka nokkur kapítalísk höfuðeinkenni er hægt að finna vettvang fyrir forsendur og draga af þeim niðurstöðu. Þar sem ritgerðarspurningin snýr að samtímanum er nauðsynlegt að gera helstu einkennum nýfrjálshyggjunnar góð skil. Fyrri hluti ritgerðarinnar einkennist af einskonar forspili; kynningu á hugtökunum og merkingu þeirra en í síðari hlutanum beinist umfjöllunin að því hvernig hugtökin birtast í samfélaginu og í sjálfsverunni. Þetta á einkum við um kapítalisma. Þar er notast við hugmyndir Foucault um lífvaldið og stýringarsamfélag Deleuze og hvernig þær formgerast í hinni kapítalísku markaðshyggju sem tilgreinir hið góða líf. Ritgerðin endar á því að skoða siðferðilega stöðu hins kapítalíska samfélags út frá hugmyndum Nietszche um höfðingjasiðferði og þrælasiðferði.

Samþykkt: 
  • 7.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32729


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FÍLLINN Í STOFUNNI.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
stadfesting_ottotynes.pdf296.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF