Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32730
Í þessari ritgerð er fjallað um leirkerjaviðgerðir á Íslandi á 17.–20. öld. Engin heildstæð rannsókn hefur hingað til verið gerð á leirkerjaviðgerðum hér á landi en viðgerðir hafa verið teknar fyrir að einhverju marki í uppgraftarskýrslum og hefur sú skoðun verið ríkjandi að bein tengsl séu milli leirkerjaviðgerða og fátæktar. Í þessari ritgerð er gerð tilraun til þess að vega á móti þeirri hugmynd og lögð áhersla á að drifkraftur viðgerða hafi verið löngun frekar en neyð. Meðal annars eru færð rök fyrir því að ofangreind hugmynd sé lituð af hinni þrautseigu hnignunarkenningu í hefðbundinni íslenskri söguskoðun. Því er einnig haldið fram að sú hugmynd að nýtni sé ávallt bundin skorti sé undir áhrifum markaðshyggju samtímans. Fjallað er um þá áherslu sem lögð hefur verið á framleiðsluferli og dreifingu í leirkerjarannsóknum og hvernig gildi leirkerja hefur þar af leiðandi fyrst og fremst verið skilgreint út frá verðgildi þeirra en litið fram hjá persónulegu og tilfinningalegu gildi. Hugmynd Igors Kopytoffs um menningarlega ævisögu hluta er reifuð og áhersla lögð á að til þess að nálgast hina flóknu merkingu hluta verði að skoða öll æviskeið þeirra.
Til þess að styðja kennilegan grundvöll ritgerðarinnar er kynnt tilviksrannsókn á leirkersbrotum frá Nesi við Seltjörn og Móakoti þar sem fornleifauppgröftur hefur farið fram undanfarin ár.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hinar mestu gersemar, Sigrún Hannesdóttir.pdf | 849,1 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 243,38 kB | Lokaður | Yfirlýsing |