Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32736
Viðfangsefni ritgerðinar er hversu stór þáttur samræming vinnu og einkalífs er orðin í dag. Það er nauðsynlegt að finna hið rétt jafnvægi fyrir hvern og einn einstakling til að auka ánægju og afkasta getu í vinnunni. Í dag er krafan varðandi vinnumarkaðinn að breytast, einstaklingar vilja hafa sveigjanlegri vinnutíma og geta sinnt sínu persónulega lífi meira. Jafnvægið á milli einkalífs og vinnu er því orðið ein af helstu kröfum sem einstaklingar setja fram þegar kemur að vinnu og einnig hjá fyrirtækjum til að halda starfsmönnum sínum hamingjusömum og láta þeim líða vel í vinnuni, þannig áorka þeir meira og allir græða. Því má segja það sé heppinlegt að við lifum á tækniöld. Tæknin hefur fært okkur þann munað að hlutir sem ekki voru geranlegir fyrir nokkrum árum eru orðnir mun auðveldari í dag. Það á sérstaklega við þegar kemur að ýmsum störfum og hægt er að vinna mörg þeirra hvaðan að úr heiminum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rúna.pdf | 282,18 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
pdf lokadrög bs ritgerð.pdf | 342,82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |