Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32737
Markmið ritgerðarinnar er að rannsaka hvernig íslenskir bændur mynda skoðanir sínar gagnvart sambandi Íslands við Evrópusambandið. Tilgáta ritgerðarinnar er að kenningar byggðar á rökhyggju og fjármálatengd rök sem oftast koma fram sem útskýring á evrópuefahyggju á Íslandi segja ekki alla söguna varðandi evrópuefahyggju meðal íslenskra bænda og að mikilvægar samfélagslegar ástæður spila stóran þátt í myndun á skoðunum íslenskra bænda um Evrópusambandið. Með þessari rannsókn kemur fram betri sýn hvaðan mögulegar skoðanir Íslendinga á alþjóðasamstarfi koma og hvernig þeir mynda sýnar skoðanir. Við gagnasöfnun voru sex viðtöl við samtals átta íslenska bændur tekin í janúar og febrúar 2019, þar sem spurt var um upplifun og persónulegri skoðun þeirra á alþjóðasamstarfi Íslands. Kenningar Alexander Wendts um mótunarhyggju í alþjóðasamskiptum voru hafðar að leiðarljósi í greiningu viðtalanna ásamt fyrirliggjandi rannsóknum um evrópuefahyggju. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að sjálfsmynd íslenskra bænda hefur umtalsverð áhrif á það hvernig þeir mynda skoðanir sínar um samband Íslands við Evrópusambandið og áframhaldandi innleiðingu þess á Íslandi.
The goal of this thesis is to research how Icelandic farmers form their opinions about European integration in Iceland. The main hypothesis of the thesis is that rationalist theorizing and monetary arguments often used to explain Eurosceptism among Icelanders do not paint a full picture in explaining Euroscepticism among Icelandic farmers and that there are important cultural elements playing a significant role in influencing their opinions. For the data collection, six interviews with a total of eight Icelandic farmers were taken in January and February 2019, in which the topic of the effects of international cooperation on Icelandic agriculture and their opinion about it was discussed. Alexander Wendt’s theories of social constructivism were utilized for the analysis of the interviews, as well as existing research of Euroscepticism. The results of the thesis show that Icelandic farmers’ identity has a significant influence on how they form their views on European integration in Iceland, with them feeling at direct odds with monetary interests of other groups of Icelandic society regarding further European integration.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SoelviThorHannesson_Lokaritgerd_07052019.pdf | 856.99 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
20190507123210.pdf | 41.65 kB | Lokaður | Yfirlýsing |