is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3274

Titill: 
 • „Kveðið eftir konung“. Erfidrápa Ólafs helga eftir Sighvat Þórðarson skáld
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í fyrsta skipti er Íslendingurinn ungi, Sighvatur Þórðarson, gekk fyrir Noregskonunginn og kristniboðann, Ólaf helga Haraldsson, til að flytja fyrir hann kvæði vildi konungur ekki á hlýða. Konungur sagði: „at hann vill ekki yrkja láta um sik, segir, at hann kann ekki at heyra skáldskap. Þá kvað Sigvatr:
  Hlýð mínum brag, meiðir
  myrkblás, þvít kannk yrkja,
  alltiginn, máttu eiga
  eitt skald, drasils tjalda.
  Þótt ollungis allra,
  allvaldr, lofi skalda,
  þér fæk hróðrs at hvoru
  hlít, annarra nítið“ (Hkr. II, 54-5).
  Talið er að kvæði það er Sighvatur flutti um árið 1014 við hirð Ólafs konungs hafi verið Víkingarvísur þar sem upp eru taldar þær orustur sem Ólafur háði meðan hann var ungur maður og áður en hann varð konungur. Fór svo að konungi líkaði kvæðið það vel að hann gaf Sighvati gullhring að bragarlaunum, gerði hann að hirðmanni sínum og síðan stallara.
  Sighvatur fylgdi síðan Ólafi Haraldssyni þar til Ólafur missti stuðning landsmanna sinna og fór í útlegð til Garðaríkis árið 1029. Þá varð Sighvatur eftir heima og fór síðan í pílagrímsferð til Rómar. Á meðan Sighvatur var í Rómarferð snéri Ólafur helgi til baka og háði orustu að Stiklarstöðum við landsmenn sína sem höfðu gert uppreisn gegn honum með fulltingi Knúts ríka. Konungur féll í bardaganum, syrgði Sighvatur hann mjög og samdi vísur sem tjá söknuð hans. Ekki löngu fyrir dauða sinn orti Sighvatur Erfidrápu Ólafs helga en til hennar hafa verið taldar 28 vísur. Verður
  Erfidrápan ásamt skáldinu og konunginum aðalviðfangsefnið í þessari ritgerð.
  Í öðrum kafla ritgerðarinnar er sagt frá Sighvati Þórðarsyni, ætt hans og uppruna.
  Fjallað er um utanferð hans og líf hans sem hirðskáld Noregskonunganna, Ólafs helga
  Haraldssonar og sonar hans Magnúsar góða Ólafssonar. Einnig er sagt frá tilurð
  Erfidrápu Ólafs helga og ævilokum Sighvats.
  Þriðji kafli er um varðveislu Erfidrápunnar. Borinn er saman texti og textasamhengi Erfidrápunnar í Sérstöku sögunni af Ólafi helga, Heimskringlu og Flateyjarbók. Loks eru skoðaðar vísur eftir Sighvat í Snorra Eddu og Þriðju málfræðiritgerðinni sem taldar eru tilheyra Erfidrápunni.
  Í fjórða kafla er Erfidrápan skoðuð eins og hún birtist í Sérstöku sögunni og
  skiptist hann í undirkafla þar sem fjallað er um hverja vísu. Hugað er að því hvernig
  vísurnar birta myndir af skáldinu og konunginum, í hverju samband þeirra hafi verið fólgið og hvernig konungsmyndin er.
  Í fimmta kafla eru niðurstöður athugunarinnar dregnar saman.

Athugasemdir: 
 • Vantar forsíðu/titilsíðu
Samþykkt: 
 • 10.2.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3274


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Johanna_Skuladottir_fixed.pdf423.41 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna