Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32740
Í þessu lokaverkefni er leitað svara við því hvaða áhrif innleiðing reglugerðar Evrópusambandsins EB nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, sem fram fór hérlendis árið 2015 hefur haft á starfsemi ræktenda og framleiðenda garðyrkjuafurða. Jafnframt er skoðað með hvaða hætti þau stjórntæki sem stjórnvöld beita í málum af þessum toga hafa reynst og hvort þau stjórntæki hafi náð fram þeim markmiðum sem ætlunin var. Einnig er litið til þess hvort notkun viðkomandi stjórntækja og áhrif af þeim hafi mögulega unnið gegn öðrum þeim markmiðum og stjórntækjum sem stjórnvöld vinna með.
Niðurstöður verkefnisins benda til þess að áhrif af innleiðingunni séu ekki enn komin fram að fullu en aðgengi að plöntuverndarvörum hérlendis hefur minnkað og notkun á vörunum minnkað að sama skapi. Unnið er að innleiðingu nýrra og heilnæmari lausna en slíkt kallar á tíma til aðlögunar og lærdómsferli. Innlend framleiðsla hefur heldur dregist saman undanfarin ár. Það gengur gegn þeim markmiðum sem innlend stjórnvöld hafa haft varðandi sjálfbærni, umhverfisvernd og stuðning við landbúnað. Þau markmið sem uppi hafa verið meðal íslenskra stjórnvalda og innan Evrópusambandsins um minni notkun á plöntuverndarvörum hafa hins vegar gengið eftir.
This project seeks to answer if, and how, the implementation of the EU regulation EC no.
1107/2009, on plant protection and pesticides in Iceland 2015 has impacted the
horticulture sector. Furthermore, the project aims to clarify which govermental tools
have been used in relation to the implementaiton, and if the outcome has been
favourable, considering the goals which were set in the first place. It also gives some
attention to whether the chosen governmental tools and their effects may possibly have
counteracted other goals and instruments that the Icelandic government has set for the
sector.
The outcome of the project suggest that the effect of implementation has not yet
been fully realized, but access to pesticides in Iceland has diminished and the use of the
products has decreased accordingly. Efforts are being made to introduce new and
healthier solutions, which require time for adaptation and learning.
Domestic production has declined somewhat in recent years. That, in itself, goes
agaonst the goals the national government has set regarding sustainability, environment
protection and support for agriculture. On the other hand, the goals that have been set
among the Icelandic authorities and within the European Union for reduced use of
pesticides have been fulfilled.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaútgáfa-7maí2019.pdf | 2,22 MB | Lokaður til...31.12.2025 | Heildartexti | ||
Beiðni um lokun ritg-undirritað.pdf | 632,88 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis-Skemma.pdf | 256,41 kB | Lokaður | Yfirlýsing |