is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32741

Titill: 
  • Með farsímann að vopni. Farsíminn út frá sjónarhóli mannfræðinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um rannsóknir mannfræðinga á farsímanum og. Í kringum aldamótin breyttist farsíminn frá því að vera munaðarvara í það að vera algengur hversdagshlutur, svo órjúfanlegur frá holdi mannsins að margir muna ekki hvernig líf án farsímans var.
    Mannfræðingar hafa rannsakað tækni frá upphaf fræðigreinarinnar en í þessari ritgerð verður fjallað um rannsóknir út frá sjónarhól mannfræðinga á upplýsinga- og samskiptatækni undarfarin 30 ár. Afneitun tæknilegrar nauðhyggju og sú hræðsla að tæknin muni taka yfir heiminum er meðal þeirra viðfangsefna sem verður tekið fyrir í ritgerðinni. Með aukinni hnattvæðingu miðla hafa mannfræðingar tekið að sér að rannsaka notkun okkar á miðlum og hvernig miðlar hafa áhrif á okkur. Aukin notkun tækni og tæknilegra tækja í okkar daglega lífi leiddi til þess að undirgreinin stafræn mannfræði var starfrækt/komið á laggirnar, þar sem að notkun okkar á tækninni var sett í forgrunn. Að lokum verður farið yfir vettvangsrannsóknir mannfræðinga á farsímanotkun í suðrinu (e. The global south).
    Sú hugmynd að þegar hinni stafrænu gjá yrði lokað myndu efnahagskerfi og menntun aukast í öllum löndum hefur ekki gengið eftir. Enda er farsíminn aðeins tól, það fer eftir hvernig hann er notaður hvaða áhrif farsíminn hefur á manninn og samfélagið. Með farsímann að vopni getur notandi farsímans breytt tilgangi farsímans eftir sinni eigin hentisemi og gildismat hans umbreyst eftir hverjum og einum notanda. Eignahald á farsímanum einum og sér er á mörgum stöðum að gera mikið til að bæta lífskjör samfélagsþegna.

Samþykkt: 
  • 7.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32741


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF Lokaskjal 2019 ÁB.pdf522.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
59680531_1589820364484165_8885558062862041088_n.jpg239.18 kBLokaðurYfirlýsingJPG