Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32742
Vaðlaheiðargöng voru tekin í notkun árið 2018 en umræða og undirbúningur þeirra hefur staðið lengi yfir. Framkvæmdin átti að vera einkaframkvæmd en að lokum varð hún að umdeildri ríkisframkvæmd. Þegar framkvæmdin var komin af stað komu upp mál sem voru ófyrirsjáanleg og höfðu í för með sér ábyrgð og mikinn umframkostnað sem ríkið bar ábyrgð á. Þessi ritgerð er tilviksrannsókn (e. case study) og skoðar höfundur efnið út frá skýrslum, blaðagreinum og lagagreinum. Í fræðikaflanum er skoðað hvort opinber stefnumótun á Íslandi sé frábrugðin stefnumótun nágrannaríkja okkar. Notaðar eru kenningar bandarísks sjórnmálafræðings John W. Kingdon til að reyna varpa ljósi á hvort að raunverulegt vandamál hafi verið til staðar og göngin hafi verið nauðsynleg. Einnig er skoðað hvernig sérfræðingar unnu í þessu máli og hvort að niðurstöður þeirra hafi uppfyllt skilyrði varðandi byggingu samgöngumannvirkis eins og þessa. Að lokum er fjallað um það hvernig pólitískir þátttakendur áttu stærsta þátt í því hvernig ákvörðun var tekin á þeim tíma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil BA - Vaðlaheiðargöng PDF.pdf | 481,95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
anonym999_2019-05-07_11-53-07.pdf | 286,53 kB | Lokaður | Yfirlýsing |