is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32748

Titill: 
 • Miðlun þekkingar og reynslu afreksíþróttamanna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Íslenskt íþróttafólk hefur náð eftirtektarverðum árangri síðustu ár, bæði í hópíþróttum sem og einstaklingsgreinum. Fámenn þjóð hefur skotist upp á afrekssvið íþróttaheimsins í mörgum greinum og vakið athygli með frammistöðu, árangri og framkomu. Frá því árið 2008 hafa landslið Íslands í hópíþróttum og einstaklingsgreinum náð endurteknum árangri á heimsmælikvarða og því ekki lengur um einstök tilvik að ræða, heldur land sem komið er til þess að keppa við stærstu þjóðir heims. En hvernig nær lítil þjóð eins og Ísland alþjóðlegum árangri og hver er lykillinn á bakvið þann árangur?
  Ljóst er að hvatning, stuðningur og þekkingarmiðlun gegna lykilhlutverki þegar það kemur að þjálfun íþróttafólks sem og starfsfólks fyrirtækja. Mikilvægi þekkingarmiðlunar hefur aukist undanfarin ár og sýna rannsóknir fram á að þekking mannauðsins er ein af mikilvægustu auðlindum skipulagsheilda, fyrirtækja og teyma. Mun meiri áhersla hefur færst á að rækta þá auðlind ásamt skráningu, vistun og miðlun þekkingar. Hugmyndir og kenningar þekkingarmiðlunar verða til í umhverfi fyrirtækja og stofnana. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á að afreksíþróttamenn búa yfir þekkingu og reynslu sem aðeins lærist með iðkun og þátttöku í íþróttum og keppni og velta upp spurningunni hvort og hvernig væri hægt að heimfæra hugmyndafræði og kenningar þekkingarstjórnunar yfir á heim íþróttanna.
  Niðurstöður höfundar er að brúa þarf bilið á milli afreksíþróttamanna og sérsambanda til þess að þekkingarmiðlun sé sem áhrifaríkust á þeim sviðum sem mest hallar á. Sífelld meiri áhersla hefur verið lögð á menntun þjálfara og íþróttafólks. Ein leið til þess gæti verið innleiðing aðferða- og hugmyndafræði faghópa og fræðslukerfis í íþróttahreyfinguna, líkt og kenningar sem fyrirtækjaumhverfið hefur verið að styðja sig við. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að viðmælendur hafa mismunandi reynslu af hvernig þekkingu og reynslu þeirra er miðlað. Viðmælendur rannsóknarinnar nefndu hversu mikilvæg markviss þekkingarmiðlunar afreksíþróttamanna er, því það er þekking sem aðeins lærist með upplifunum og reynslu.

 • Útdráttur er á ensku

  Icelandic athletes have been remarkably successful in recent years, both in team and individual sports. A nation with a small population has made its mark on the international sports scene, with success in many disciplines, achievements and reputation. Since 2008, the national teams of Iceland in both team sports and individual disciplines have achieved repeated success and therefore it can no longer be seen as a single case achievement, much rather a repeated act of habit and it’s clear that Icelandic athletes have come to compete against the worlds best athletes. But how does a small nation achieve such success on the international stage and what is the key behind that success?
  It is clear that motivation, support and knowledge sharing play a key role in the training of athletes. The importance of knowledge management has increased in recent years, and studies show that human experience and knowledge are one of the most important resources of organizations, companies and teams. More emphasis has been placed on the importance of knowledge recording and sharing where knowledge management and sharing theories are created in the environment of companies. The aim of this study is to shed light on how high-performance athletes have valuable knowledge and experience that can only be learned through experiences and participation in sports and competition. But how can we implement the theories and ideology of knowledge management to the world of sports?
  The gap between high-performance athletes and institutions need to be linked so that knowledge sharing is more effective in the areas needed. The main results showed that Icelandic high-performance athletes have different experiences on how their knowledge and experiences are shared. The participants mentioned the importance of knowledge sharing between athletes because that knowledge is only learned through the experience of being a high-performance athlete.

Samþykkt: 
 • 7.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32748


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS - Dominiqua Alma Belányi.pdf870.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf139.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF