is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32749

Titill: 
  • Fjölbreytileiki barna: Réttindi og atbeini götubarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hugtökin börn og barnæska með áherslu á stöðu og líf götubarna. Fjallað verður um alþjóðasamþykktir sem snúa að réttindum barna í heiminum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verður skoðaður í samhengi við réttindi götubarna, enda víðtækasti sáttmálinn sem snýr að réttindum barna. Farið verður yfir helstu kenningar um barnæskuna og sérstök áhersla lögð á þroskaferilskenningar og félagslega smíð um barnæskuna. Fjallað verður um mismunandi hugmyndir um barnæsku, til dæmis vestrænar hugmyndir um barnæskuna, þar sem meðal annars er ætlast til að foreldrar og yfirvöld sjái um börnin en ekki þau sjálf. Þessar vestrænu hugmyndir verða svo bornar saman við líf götubarna sem getur verið talsvert ólíkt. Mismunandi barnæska verður einnig skoðuð í ljósi réttindaumræðu með áherslu á líf götubarna. Þar sem götubörn búa oft við allt aðrar aðstæður en þessi hefðbundna vestræna barnæska gerir ráð fyrir, verður atbeini þeirra sérstaklega tekið fyrir. Umræðan um atbeini götubarna snýst að miklu leyti um hæfni þeirra til að sjá um sig sjálf, sem stangast á við vestrænar hugmyndir um barnæskuna. Réttindi götubarna eru af skornum skammti þar sem réttindi barna miðast oft við vestræn sjónarmið. Þessi ritgerð sýnir því hversu barnæskan getur verið mismunandi.

Samþykkt: 
  • 7.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32749


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel H. Guðjónsdóttir lokaritgerð BA.pdf524.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
RHG-yfirlýsing.pdf12.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF