is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3275

Titill: 
 • Induction and regulation of CAMP gene expression
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Örverudrepandi peptíðið LL-37 er af flokki cathelicidina og er mikilvægt sem fyrsta
  vörn okkar gegn bakteríum. Örvun á tjáningu varnarþátta eins og LL-37 gæti verið ný
  leið til að ráða niðurlögum baktería þar sem vanaleg sýklalyf hafa brugðist.
  Áhrif 4-phenylbutyrate (PBA) á tjáningu bakteríudrepandi peptíða var athuguð.
  Fyrst voru áhrif PBA á tjáningu cathelicidin antimicrobial peptide (CAMP) mRNAsins
  greind í nokkrum frumulínum með PCR greiningu í rauntíma. Tjáning gensins reyndist
  örvuð í öllum frumulínunum. Annað gen DEFB1 sem skráir bakteríudrepandi peptíðið
  human beta defensin 1 sýndi líka aukna tjáningu í lungnaþekjufrumulínu (VA10)
  en minnkaða í monocytum (U937). Framhaldstilraunir í verkefninu lutu eingöngu að
  spurningum tengdum tjáningu CAMP genins í VA10 frumulínunni. Þessar tilraunir
  sýndu að örvun af völdum PBA magnast með 1,25-dihydroxyvítamín D3 viðbót hvort
  sem litið er á CAMP mRNA eða prótín. Þá kom í ljós að PBA örvunin er óbein og háð
  virkri þýðingu en cyclohexamide sem hindrar prótínþýðingu kom í veg fyrir örvunina.
  Einnig var unnt að draga úr örvuninni með hindrum fyrir prótín kínasana MEK1/2 og
  JNK. Í lokin sýndum við að -methylhydrocinnamate (ST7), sem líkist PBA, gat aukið
  genatjáninguna.
  Niðurstöður rannsóknanna auka skilning okkar á tjáningu bakteríudrepandi peptíða
  og gefa vísbendingu um að PBA og/eða ST7 gætu virkað sem lyf gegn bakteríusýkingum
  með því að efla náttúrulegt varnarkerfi okkar.

Samþykkt: 
 • 26.1.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jonas_Steinmann_fixed.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna