is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32750

Titill: 
  • Er kynjasamþætting svarið við kynjamismunun? Orðræðugreining á ársskýrslum framkvæmdastjóra NATO á árunum 2011-2018
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er kynjasamþætting og hvort hún hafi breytt einhverju í raun innan hernaðar- og varnarsambandsins NATO (e. North Atlantic Treaty Organization). Kynjasamþætting er alþjóðleg stefna sem hefur það að markmiði að samþætta kynjasjónarmið inn í allar framkvæmdir og ákvarðanir viðkomandi stofnunar eða ríkis. Byrjað var að taka fyrstu skrefin í að móta drög að stefnu NATO með kynjasamþættingu til hliðsjónar árið 2007 og stuðst var við ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um Konur, frið og öryggi.
    Til að svara rannsóknarspurningunni er notast við kenningar um kyngervi sem félagslega mótað og kenningaramma frjálslynds femínisma. Auk þess er greint frá þátttöku kvenna í alþjóðasstjórnmálum og öryggis hugtakið. Farið er yfir kynjasamþættingu og ólíkar túlkanir á því. Með þessum fræðilega bakgrunn er orðræðugreining notuð til að kanna framsetningu kyngervis og kynjasamþættingar í sjö ársskýrslum framkvæmdastjóra NATO frá árunum 2011-2018. Niðurstöður ritgerðarinnar eru að nokkur framför hefur verið í upptöku kynjasamþættingu innan NATO og útvíkkun á öryggishugtakinu. Nálgun NATO á kynjasamþættingu er að bæta konum inn í núverandi kerfi en ekki að reyna afbyggja það sem hefur viðhaldið útilokun þeirra. Ef ekki er tekið á rótum vandamálsins verða allar aðferðir NATO til að taka á kynjamismunun miklum takmörkunum háðar.

Samþykkt: 
  • 7.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32750


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólína Lind Sigurðardóttir.pdf450.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman.pdf18.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF