is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32752

Titill: 
  • Arðsemisrýni sjálfvirkra viðskiptaregla: Raunprófanir á gjaldeyrismörkuðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir töluverðar efasemdir meðal fræðimanna um nytsemi tæknigreiningar á fjármálamörkuðum þá virðist síður en svo hafa dregið úr notkun hennar með árunum og þvert á móti virðast vinsældir tæknigreiningar hafa farið vaxandi með auknu aðgengi fjárfesta að tæknigreiningartólum og gögnum tengdum fjármálaafurðum.
    Nýlegar fræðigreinar benda til þess að sjálfvirkar viðskiptareglur (e. automated trading rules) myndi í einhverjum tilfellum umframhagnað á vissum fjármálamörkuðum, að minnsta kosti yfir styttri tímabil.
    Rannsókn þessi leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
    1. Mynda einfaldar leitnireglur á gjaldeyrismörkuðum tölfræðilega marktækan umframhagnað þegar þær eru keyrðar yfir verðrunur vinsælustu gjaldeyriskrossa síðustu 10 ára?
    2. Er marktækur munur á niðurstöðum eftir mismunandi tímarömmum (e. timeframes)?
    Rúmlega 1.200 sjálfvirkar leitnireglur byggðar á einföldum hlaupandi meðaltölum (e. simple moving averages) eru keyrðar yfir verðrunur EUR/USD, GBP/USD, USD/CHF og USD/JPY gjaldeyriskrossa frá byrjun árs 2009 til loka 2018. Arðsemi viðskiptaregla er metin út frá meðaltalshagnaði á ársgrundvelli. Viðskiptareglurnar eru keyrðar yfir 1 dags, 4 klst., 1 klst., 30 mín. og 15 mín. tímaramma til að athuga hvort marktækur munur er á niðurstöðum eftir mismunandi tímarömmum.
    Raunveruleikaathugun White (2000) með handahófsúrtakanálgun (e. bootstrapping) er notuð til að sannreyna hvort niðurstöður eru tölfræðilega marktækar.
    Niðurstöður benda til þess að umframhagnaður bestu viðskiptaregla sé ekki tölfræðilega marktækur miðað við 10% mörk fyrir þrjá af fjórum gjaldeyriskrossum en að niðurstöður fyrir umframhagnað bestu viðskiptaregla á USD/JPY gjaldeyriskrossi séu tölfræðilega marktækar við 10% mörk á 30 mín. og 15 mín. tímarömmum, sem hvetur að mati höfundar til frekari rannsókna á væntri arðsemi viðskiptaregla á styttri tímarömmum.

Samþykkt: 
  • 7.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásgeir Kröyer - Yfirlýsing fyrir Skemmu.pdf215 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ásgeir Kröyer - Arðsemisrýni sjálfvirkra viðskiptaregla 190510.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna