Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32753
Lífsgæði eru grundvöllur fyrir því að eiga gott líf. Margir Íslendingar hafa flutt til Noregs eftir efnahagshrunið 2008 til að byrja þar nýtt líf með betri lífsgæðum. Nauðsynlegt er að Íslendingar finni að stjórnvöld séu að vinna fyrir fólkið í landinu til að bæta lífsgæði þeirra og efnahagsfrelsi landins. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hver er raunverulegur munur á lífsgæðum og efnahagifrelsi landanna tveggja út frá viðskiptafræðilegu sjónarmiði ásamt því að gera samanburð á menningu og meðalframfærslukostnaði landanna. Höfundur þessarar ritgerðar byggir niðurstöðu heimilda út frá eftirfarandi rannsóknum: Hofstede líkan eftir prófessor Geert Hofstede, 2019 Index of economic freedom eftir Heritage foundation, OECD Better life index 2019 eftir Efnahags- og framfarastofnuninni og að lokum Cost of living 2019 eftir Numbeo. Niðurstöður leiddu í ljós að almennt eru Noregur og Ísland mjög lík en lífsgæði eru betri í Noregi og efnahagfrelsi aðeins betra á Íslandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð TILBÚINN - FINAL - YFIRFARIÐ - Davíð Örn Pálsson-SKEMMAN.pdf | 539,58 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Prentuð yfirlysing.pdf | 30,33 kB | Lokaður | Yfirlýsing |