is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32754

Titill: 
  • Togstreita hagsmuna. Um þýðingu 1. mgr. 3. gr. Barnasamningsins þegar hagsmunir barns rekast á allsherjarreglu eða almannahagsmuni
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Fortakslaust orðalag meginreglu 1. mgr. 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins um að hagsmunir barna skuli ávallt hafa forgang virðist setja þýðingu ákvæðisins afar litlar skorður. Orðalag ákvæðisins virðist gera ráð fyrir því að hagsmunir barna í hvaða máli sem er verði alltaf teknir fram yfir alla aðra hagsmuni, sama hvers efnis þeir eru. Samkvæmt eftirlitsaðila samningsins, Barnaréttarnefndarinnar í Genf, eiga landslög að víkja ef ákvæði þeirra rekast á ákvæði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Það gefur þó auga leið að hvorki börn né hagsmunir þeirra eru til í tómarúmi og því geta komið upp tilvik þar sem togstreita skapast við aðra hagsmuni, svo sem hagsmuni foreldra þeirra, hagsmuni samfélagsins eða jafnvel aðra hagsmuni barnsins sjálfs. Í því skyni að varpa nánari ljósi á hvaða hlutverk meginreglan spilar við aðstæður þar sem togast á tiltekin grundvallarréttindi barna annars vegar og sterk undirliggjandi siðferðisleg gildi og almannahagsmunir hins vegar verða skoðuð þrjú aðgreind tilvik þar sem blæbrigði reglunnar ættu að hafa mikla þýðingu. Fjallað verður um togstreitu hagsmuna barna og allsherjarreglu í tilviki staðgöngumæðrunar, viðurkenningu hjónbanda barna og ákvörðun um refsingu foreldra. Í fyrri tveimur tilvikum er um að ræða árekstur undirliggjandi siðferðislegra gilda við hagsmuni barns og í þriðja tilvikinu árekstur sterkra almannahagsmuna við hagsmuni barns. Leitast verður við að svara því hvert raunverulegt vægi meginreglu 1. mgr. 3. gr. SRB sé í því heildarmati hagsmuna sem þarf að fara fram áður en ákvörðun er tekin í einstaka málum á þessum sviðum.

Samþykkt: 
  • 7.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MRL_1MGR_3GR_SRB-SKEMMAN.pdf1.1 MBLokaður til...01.05.2036HeildartextiPDF
Íris yfirlýsing.pdf45.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF