is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32755

Titill: 
  • Börn áfengissjúkra. Áhrif og bjargráð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er leitast við að skoða áhrif þess á börn að alast upp hjá foreldrum með áfengissýki. Tilgangur ritgerðarinnar er að auka þekkingu á áhrifum áfengissýki á börn og minna á hversu mikilvægt það er að halda vel utan um og aðstoða þessi börn. Einnig verður fjallað um hvernig þekking félagsráðgjafa getur nýst sem stuðningur og ráðgjöf fyrir börn sem búa við slíkar aðstæður.
    Mörg orð hafa verið notuð um þessa sjúkdómsgreiningu, til að mynda alkóhólisti, áfengis og vímuefnasýki, eiturlyfjafíkn og áfengissýki. Í þessari ritgerð verður notast við orðið áfengissýki. Einstaklingar sem umgangast virka áfengissjúklinga í daglegu lífi geta þróað með sér hegðunareinkenni, ekki endilega vegna neyslunnar sjálfrar heldur vegna hegðunar þess áfengissjúka, sem fylgir sjúkdómnum.
    Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að það hefur sálræn, félagsleg og líkamleg áhrif á börn að alast upp hjá áfengissjúku foreldri. Það er ekki bara neyslan sjálf sem skaðar börn áfengissjúkra, heldur hegðunin sem fylgir neyslunni. Börn áfengissjúkra þurfa oft að taka mikla ábyrgð og sjá um sig sjálf. Svo virðist vera að börnin finni sér ákveðin hlutverk til að aðlagast aðstæðunum og í rauninni lifa þær af. Niðurstöðurnar sýna einnig að heimilisofbeldi er tíðara inni á heimilum þar sem áfengissýki er til staðar. Einnig eru börn áfengissjúkra líklegri til að þróa með sér áfengissýki, en þar spilar inn í umhverfi, erfðir og félagslegar aðstæður einstaklings. Af niðurstöðum má álykta að hættan sem stafar af því að alast upp hjá áfengissjúku foreldri er viðamikil og því ekki hægt að segja annað en að áhrif á börn þeirra er umfangsmikil.

Samþykkt: 
  • 7.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32755


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birgitta Rún Erlendsdóttir_3006883149.pdf494.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_Birgitta Rún.pdf354.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF