is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32757

Titill: 
 • Titill er á ensku Icelandic Development Aid to the Geothermal Exploration Project in East-Africa: Evaluation with a gender perspective
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Árið 2012 hof Ísland samstarf við ýmsa aðila í þeim tilgangi að þróa jarðvarma auðlindir í nokkrum löndum í Austur-Afríku. Þetta samstarf leiddi af sér „Verkefnið um þróun jarðvarmarannsóknir“ (e.Geothermal Exploration Project -GEP) sem fór á laggirnar árið 2013 og náði til 13 landa sunnan Sahara sem talin voru vænleg til að þróa nýtingu jarðvarmaorku vegna staðsetningar þeirra meðfram Austur-afríska sigdalnum (e. East African Rift Valley). Samstarfið miðaði við að tengja íslenska þekkingu og reynslu í orkumálum við fjármagn öflugra styrkjenda og fjárfesta ásamt því að undirstrika mikilvægi jarðvarmanýtingar sem mótvægisaðgerð gegn loftslagsbreytingum, stuðning við efnahagslegan vöxt og vinna gegn fátækt í þróunarlöndum.
  Áætlun GEP var innan Þróunarsamvinnuáætlunar Íslendinga fyrir 2013 -2016 og Þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (e. Millenium Development Goals) frá 2000 til 2015. Við framkvæmd þessa verkefnis reyndist GEP mikilvægur þáttur í framlagi Íslands til alþjóðlegra þróunarmála, bæði hlutfallslega í heildarframlagi til þróunarsamvinnu (e. Official Development Aid) auk þess sem hún byggði á sérstakri þekkingu Íslendinga á málaflokknum. Aðalmarkmið verkefnisins var að leggja til veigamikla viðbót af jarðvarmaorku í heildarorkunotkun á svæðinu og jafnframt vega upp á móti töluverðum upphafskostnaði og öðrum áhættum tengdum jarðhitavæðingu.
  Sú ritgerð sem hér er lögð fram er framlag til þess að bæta skipulagningu og framkvæmd þróunarverkefna. Í henni eru lagðar fram ákveðnar spurningar, sem tengist hönnun, framkvæmd og niðurstöðum GEP verkefnsins og jafnframt gerð grein fyrir framlagi verkefnisins til að bæta velferð, lífsviðurværi og færni hinna margvíslegu þáttakenda, þess sérstaklega kvenna.
  Mat á þróunarverkefnum eru veigamikill þáttur í að öðlast skilning og skýrari mynd af þeim áhrifum sem það, ásamt tengdri starfsemi, hefur átt í framförum (eða skorti á þeim), áætluðum eða ekki. Slíkt mat getur auk þess dýpkað skilning á því hverning verkefnið falli að viðmiðum DAC (e. Development Assistance Committee) um hversu viðeigandi það sé, árangri þess og skilvirkni, útkómu og sjálfbærni. Nálgun matsins byggir á hugmyndafræði um mikilvægi þess að læra af framkvæmd og útkomu verkefna með GEP-verkefnið sérstaklega til skoðunar:
  • Lýsa og útlista margvíslega þætti GEP-verkefnisins, eins og kenningarlegan bakgrunn þess og rökræna uppbyggingu og fela í sér aðföng, starfsemi, útkomu, forsendur og ytri þætti þess;
  • Greina og meta GEP-verkefnið í ljósi þess hversu viðeigandi það sé, og árangur þess, skilvirkni, útkomu, sjálfbærni og kynjajafnrétti við framkvæmd verkefnisins.
  • Varpa ljós á jákvæð áhrif og kosti GEP-verkefnisins, ásamt möguleikum á úrbótum.
  Með aðferðafræði skrifborðsrannsókna (e. desk analysis) var matið háð aðgengi að áreiðanlegum og aðgengilegum gögnum svo hægt sé að meta hönnun og framkvæmd þróunarverkefninsins ásamt árangri og útkomu þess. Með þessari samantekt á árangri verkefnisins stefnt að því að draga fram lærdóma og að niðurstöður matsins stuðli að því að bæta aðlögun stefnumótunar of verkefna að árangursmiðaðri stjórnun þeirra og gefi traustar og gagnlegra upplýsingar sem nýtastmuni við ný verkefni í framtiðinni.
  Helstu niðurstöðurnar matsins gefa til kynna framlag Íslands til þróunar jarðvarmavæðingar í löndum Austur-afríska sigdalsins, fyrir tilstilli GEP framtaksins, endurspegli skuldbindinga landsins við Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Framlagið er einning í samræmi við forgangsatriði í Þróunarsammvinnuáætlun Íslands fyrir 2013-2016 og var beitt til stuðnings þróunar á sviðum þar sem sérþekking landsins er þekkt og samkeppnishæf. Samstarf við Alþjóðabankann og Norænna þróunarsjóðin, ásamt fjölda annara samstarfsaðila sem komu að innleiðingu GEP-verkefninu. Leiddi til þess að Ísland gat tekið þátt í stuðningu við aðföng og útkomu sem landið hefði að öðrum kosti ekki átt völ á vegna smæðar framlagsins. Það má leiða rök að því að komu Íslands hafi stutt við aukna tæknileg þekking of færni á svæðinu og í einstaka tilvikum skipt sköðum til að auka aðgengi og nýtingu á jarðvarma.
  Vegna bágrar stöðu jarðvarma auðlinda, sem einkenna vestur svæði sigdalsins, var ákveðið að draga töluvert úr umfangi GEP-verkefnisins og einblínt á þau fjögur lönd þar sem sýnti hafði verið fram á skilyrði til jarðvarmanýtingar. Því reyndist örðugt að greina hvort jákvæðar niðurstöður væru beinar afleiðingar GEP-verkefnisins, eða vegna fyrirliggjandi grunnstoða í notkun jarðvarma á svæðinu, t.d. í Keníu. GEP-verkefnið setti sér jafnframt árangurstengd viðmið um þáttöku kvenna, en þrátt fyrir það vantaði töluvert upp á að kynjuð sjónarmið hefðu áhrif á framkvæmd þess. Því miður var matið eining takmarkað af skorti á aðgengilegum gögnum um fjármögnum og útgjóld auk árangurs og útkomu þess til skemmri eða meðallangstíma.
  Í dag hafa 1,6 milljarða einstaklingar ekki aðgang að raforku, og langt í land með að ná Heimsmarkmiðum fyrir árið 2030 á því sviði. Því verður að innæeiða nýjar aðferðir í þróun orkumála með sérstaka áherslu á svæði þar sem skortur á orku er hvað tilfinnanlegastur. Slík nálgun felur m.a. í sér vinnu í nánu sambandi við nærsamfélagið við skipulag, hönnun og dreifingu orkunnar. Jafnframt ættu þróunarsamtök að skipuleggja og forgangsraða verkefnum til að mæta orkuþörfum þeirra samfélaga í samræmi við væntingar þeirra.
  Þörf á orku í heiminum fer stöðugt vaxandi, og mest vöxtur í jarðvarmanýtingu á sér stað í þróunarlöndum. Því er þörf á alþjóðlegu átaki í þróunarsamvinnu til að vinna með fátækustu samfélögunum sem eru í þörf fyrir orku sem er ekki er fyrirsjáanlegt að einkareknar orkuveitar né landsnet raforku landanna muni sinna. Samtímis eru miklar væntingar í þróunarlöndum að alþjóðlegir þróunarsamvinnuaðilar mæti þessum þörfum og valdefli fátækt fólk í dreifbýli. Frekari vinnu of fjárfestinga er þörf til að tryggja að nauðsynlegur rammi sé til staðar að hægt sé að aðstoða lönd til aukinnar orkunýtingar og jafnframt að sú orku sem er framleidd sé í raun ódýr og aðgengileg þessum samfélögum.
  Til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbær þróun og auka almenna, sjálfbæra orkunýtingu fyrir árið 2030 mikilvægt að einginn sé skilinn eftir. Það þýðir áform un orkuvinnslu sérstaklega þegar vinnan er í höndum þróunarsamtaka sem ráðstafa þróunarframlögum þurfa að taka meira tillit til þeirra sem minna mega sín við ákvarðanatöku. Það felur í sér að huga vel að þeim sem eiga að nota orkuna, skilgreina hverjir séu haghafar verkefnanna og tryggja aðkomu þeirra á öllum stigum skipulagningar þess, og stefni að framleiðslu á orku sem fellur þörfum þeirra og því samfélagi sem markmiðið er að aðstoða.

 • Útdráttur er á ensku

  In 2012, Iceland collaborated with an array of donors and organisations in order to develop the geothermal resources of a number of East African countries. The partnership led to the development of the Geothermal Exploration Project (GEP). Launched in 2013, it included 13 sub-Saharan African countries with potential for developing geothermal energy, due to their geographical location along the East African Rift Valley. The partnership aimed to align Iceland’s expertise and knowledge of geothermal development with the financial resources of major donors and investors and highlight the importance of geothermal energy production as a means of offsetting climate change, stimulating economic growth and reducing poverty in developing countries.
  The implementation of the GEP was guided by the National Strategy for Development Cooperation of Iceland (2013-2016), and the (2000-2015) Millennium Development Goals (MDGs). When undertaken the GEP represented an important contribution to Iceland’s international development cooperation efforts, both as a significant proportion of Iceland’s Official Development Aid (ODA) and drew extensively on Iceland’s areas of expertise. The main objective of the project was to add substantially to the contribution geothermal energy as a share of primary energy in the region and offset the initial high start-up costs and risks associated with geothermal energy ventures.
  As a contribution to efforts to improve future planning and implementation of development initiatives, this evaluation asks a number of questions relating to the design, implementation, and results of the project. It seeks to analyse the role that the Geothermal Exploration Project (GEP) played in improving the wellbeing, livelihoods and skills of the various participants involved, with a specific focus on gender issues. Conducting an evaluation of development initiatives is essential to understanding and developing a clearer picture of the extent to which the project and related activities have resulted in progress (or the lack thereof), the intended and unintended results of the project, as well as an understanding of the way in which the initiative measures against the DAC criteria of appropriateness, effectiveness, efficiency, impact and sustainability. Using a learning and outcomes approach the evaluation will:
  • Describe and outline the various components of the GEP logic and theory, that include inputs, activities, outputs, outcomes, assumptions and external factors.
  • Analyse and evaluate the GEP against the criteria of; appropriateness, effectiveness, efficiency, impact, sustainability and gender equality.
  • Identify the positive impacts and benefits of the GEP, as well possible strategies for improvement.
  Adopting a desk analysis methodology, this evaluation is reliant on available secondary data, to assess the design and implementation of the project as well as the results and outcomes. As a summative evaluation, the author hopes that the lessons drawn and conclusions reached will add to the efforts to better align policy and programmes with the managing for results agenda, and provide credible and useful information upon which future projects can build.
  The main findings of the evaluation suggest that Iceland’s contribution to development of geothermal resources in the East African Rift Valley States (EARS), through the GEP initiative, demonstrates its commitment to the MDGs, and the priorities set out in the National Strategy for Development Cooperation 2013-2016. ODA resources have been largely prioritised to support development in areas of donor expertise and comparative advantage. The strategic partnership with the World Bank and Nordic Development Fund, as well as the various other partners in implementing the GEP helped to deliver both inputs and outputs that Iceland would have otherwise been unable to deliver due to its limited resources. Icelandic involvement can be seen as having contributed to increased levels of technical knowledge and expertise in the region and a key factor in removing a number of roadblocks to increased geothermal uptake and utilization.
  Due to low heat resources characterising most of the western area of the Rift Valley, the scope of the GEP was drastically reduced, and resources were focused on four countries that had proven high heat resources. Thus making it difficult to ascertain whether the positive impacts were a direct result of the GEP, or due to already well established geothermal development systems, as found in Kenya. The project also set itself a number of targets regarding the inclusion of women, however there was a lack of gender mainstreaming throughout the project. Unfortunately, the evaluation was severely limited by the lack of available and accessible data regarding the funding, expenditures, short term and medium term outputs and outcomes of the project.
  In order to close the global energy access gap and reach the additional 1.6 billion individuals that currently lack access to electricity, and deliver on the 2030 agenda, new approaches to energy development projects must be employed which build on close engagement of last mile, and other hard to reach communities in the planning, design, and delivery of energy development initiatives. Additionally development actors must plan for and prioritize sites of development and deliver energy outputs in line with community expectations.
  Demand for energy is growing, and most of the geothermal energy growth is taking place in developing countries, there remains considerable scope for international development projects to address the poorest communities, where private systems and other national grid services have not met, and cannot meet energy needs. Additionally, there are significant expectations that ODA financed international development programmes that are launched in developing countries, fulfil this need and empower rural and poor communities. Additional work and investments are required in order ensure that the necessary frameworks are in place that will assist countries in their energy transitions and ensure that the energy being produced is in fact affordable and accessible for local communities.
  In order to achieve the SDG targets of increasing sustainable energy access for all by 2030, it is important that no one is left behind. This means that energy development projects, particularly when implemented by development actors, directing ODA resources, must do more to include the traditionally powerless and voiceless. Integral to this, is envisioning the end users of the energy produced, deciding who key stakeholders are, planning for their inclusion at all levels of programming, and delivering results that are aligned with the social context and needs of those who the initiative is targeted at.

Samþykkt: 
 • 7.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA Final (PDF).pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
anonym3106_2019-05-07_15-34-26.pdf291.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF