is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32763

Titill: 
  • ,,Það hjálpaði mér alveg svakalega að fá að prófa". Tækniskólaval fyrir grunnskólanemendur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þeirrar rannsóknar sem hér er fjallað um er að fá innsýn í reynslu og upplifun nemenda sem fóru í Tækniskólaval sem valgrein þegar þeir voru í 10. bekk. Nemendur völdu þrjár iðn- eða starfsnámsgreinar og stunduðu lotuskipt nám í þeim yfir skólaárið og fengu að kynnast eðli þeirra, inntaki og tækjabúnaði. Rannsókninni er einnig ætlað að skoða upplifun nemenda af náms- og starfsfræðslu í grunnskólanum um iðn- og starfsnám. Þá var líka skoðuð reynsla þeirra af því að hefja nám í Tækniskólanum í framhaldinu. Rannsóknin er eigindleg og voru tekin viðtöl við þrjá einstaklinga sem hafa staðið að skipulagningu og framkvæmd Tækniskólavalsins og átta nemendur úr Tækniskólanum á aldrinum 16 til 19 ára.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að flestir viðmælendur, bæði nemendur og starfsmenn í Tækniskólavali, telja vera stýrandi áherslu á bóknám í grunnskólanum. Niðurstöður benda til þess að fræðsla um iðn- og starfsnám í grunnskólanum sé lítil, yfirborðskennd og ómarkviss. Þá gefa niðurstöður einnig til kynna að nemendur þekki lítið til eðlis og inntaks iðn- og starfsnáms að grunnskólanámi loknu. Niðurstöður benda einnig til þess að viðhorf unglinga til iðn- og starfsnáms sé almennt neikvætt. Nemendur sem rætt var við fengu jákvæð viðbrögð um nám sitt frá fullorðnum eftir að þeir hófu nám í Tækniskólanum. Upplifun þeirra af Tækniskólavalinu var jákvæð, meðal annars sem náms- og starfsfræðslu. Nemendurnir leggja mikla áherslu á að fá að prófa hlutina sjálfir og kynnast þeim af eigin raun til að geta valið sér framhaldnám á upplýstan hátt. Þeir komu flestir úr fjölskyldum þar sem hefð er fyrir námi og störfum á sviði iðn- og starfsnáms. Margir þeirra leggja áherslu á að þeir þurfi að þekkja nám og störf á sviði iðn- og starfnáms úr sínu nánasta umhverfi til að kunna að meta þau að verðleikum.
    Vonir standa til að niðurstöðurnar varpi ljósi á hvernig skipulag náms- og starfsfræðslu á sviði iðn- og starfsnáms gæti hentað grunnskólanemendum best. Þar sem niðurstöður benda til þess að nemendur í grunnskóla hafi neikvætt viðhorf til iðn- og starfsnáms er mikilvægt fyrir alla sem vinna með börnum og unglingum að gera sér grein fyrir því. Náms- og starfsráðgjafar geta verið í lykilhlutverki í að fræða nemendur og vinna að jákvæðara viðhorfi til iðn- og starfsnáms.  

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð AG pdf.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf222.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF