is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32764

Titill: 
  • Faraldrar og jarðarfarir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á öllum stundum er fjöldi manns sýktur af allskyns smitsjúkdómum. Þeir geta verið mis alvarlegir, allt frá venjulegu kvefi upp í lífshættulega sjúkdóma eins og Ebólu. Alvarleiki sjúkdóms getur farið eftir því hvar í heiminum þú ert staddur og hversu greiðan aðgang þú hefur að heilbrigðisþjónustu. Kólera er dæmi um sjúkdóm sem auðvelt er að meðhöndla ef rétt meðferð er til staðar en því miður hafa alls ekki allir þann aðgang og því deyr fjöldi fólks árlega af völdum kóleru. Í þessari ritgerð verður fjallað um það hvernig jarðarfararsiðir geta aukið útbreiðslu alvarlegra smitsjúkdóma eins og Ebólu og kóleru. Þessir tveir sjúkdómar eru ólíkir og smitleiðir þeirra mismunandi. Rætt verður um tilgang jarðarfara samkvæmt mann- og félagsfræðilegum hugmyndum og af hverju fólk neiti stundum að fylgja varúðarráðstöfunum varðandi útfarir þegar faraldrar ganga yfir. Ég mun einnig taka fyrir dæmi um forvarnarleiðir sem yfirvöld og hjálparstofnanir gripu til þegar Ebóla og kólera geisuðu í Vestur-Afríku. Að lokum verður umfjöllum um mikilvægi mannfræðilegrar nálgunar þegar faraldrar eiga sér stað.

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32764


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Signý Björk Benediktsdóttir.pdf340.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing BA.pdf462.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF