is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32765

Titill: 
  • Nauðgunarmýtur: birtingarmynd, áhrif og afleiðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nauðgunarmýtur eru skaðlegar, menningarlega mótaðar hugmyndir um nauðganir, brotaþola gerendur og allt annað sem tengist nauðgunarmálum. Með þeim er kynferðisofbeldi viðhaldið og réttlætt. Með mýtunum er gert lítið úr kynferðisofbeldi og ábyrgð þess færð frá geranda yfir á þolanda. Þrátt fyrir að þessar mýtur séu rangar er þeim viðhaldið af stórum hluta samfélagsins enda eru þessar hugmyndir þéttofnar samfélagsgerðinni. Í þessari ritgerð eru nauðgunarmýtur skoðaðar og tilraun gerð til að varpa ljósi á hvernig þeim er viðhaldið í samfélaginu og hvaða áhrif og afleiðingar þær hafa. Kenningar heimspekingsins Michel Foucault (1978, 1982), mannfræðinganna Sherry B. Ortner (1974) og Henrietta L. Moore (1988), félagsfræðingsins Sylvia Walby (1990) og heimspekingsins Roland Barthes (1993), liggja þar til grundvallar. Grundvallamarkmið verkefnisins er að varpa ljósi á tilvist nauðgunarmýtna, áhrifa og afleiðinga þeirra. Athygli er sérstaklega veitt að nokkrum algengum nauðgunarmýtum sem snúa að tengslum geranda og þolanda, hverjir beita kynferðisofbeldi, hverjir verða fyrir því og hvaða afleiðingar það hefur.

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32765


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nauðgunarmýtur - birtingarmynd, áhrif og afleiðingar .pdf482.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um meðferð lokaverkefna björk .png2.34 MBLokaðurYfirlýsingPDF