is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32766

Titill: 
  • Áhrif hverfasamfélagsins á afbrotahegðun unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA prófs í félagsfræði við Háskóla Íslands. Valin var sú leið að skrifa heimildaritgerð, sem ætlað er að gefa greinargott yfirlit um orsakir afbrota út frá umhverfis þáttum. Settar voru fram kenningar og hugtök til þess að skýra hvernig hverfasamfélagið hefur áhrif á afbrotahegðun unglinga. Fjallað er um helstu ástæður og kenningar sem settar hafa verið fram og geta útskýrt afbrotahegðun á meðal unglinga út frá hverfaáhrifunum. Félagslegir og umhverfisþættir voru skoðaðir í stað þeirra líffræðilegu. Einnig er fjallað um rannsóknir á þessum kenningum. Markmið ritgerðarinnar var að skýra hvað það er í hverfasamfélaginu sem ýtt getur undir afbrotahegðun unglinga. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar sýndu fram á að það sem ýtir undir afbrotahegðunina er þegar hverfasamfélagið einkennist af útbreiddri fátækt, miklum búsetuóstöðugleika, háu hlutfalli einhleypra foreldra og fjölbreytileika af þjóðerni eða miklum fjölda innflytjenda. Einnig hafa jafnaldrar gríðarlega mikil áhrif á hegðun unglinga þar sem að álit vina skiptir afar miklu máli á unglingsárunum.

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32766


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
snidmat_ba_ritgerd_2018..pdf440.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing (1).pdf173.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF