is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32769

Titill: 
 • Markaðsvæðing bardagaíþrótta
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar lokaritgerðar í félagsfræði er að skoða áhrif markaðsvæðingu blandaðra bardagalista út frá samfélagslegu sjónarhorni. Þrátt fyrir að blandaðar bardagalistir hafi komið hratt og örugglega inn á sjónarsviðið seinustu ár hefur það ekki
  gerst vandræðalaust. Farið verður yfir sögu íþrótta, hver þróun þeirra hefur verið og hvernig það tengist þróun blandaðra bardagalista. Blandaðar bardagalistir eru ein af
  stærstu bardagagreinum nútímans og hafa tekið miklum breytingum í gegnum árin. Mikið hefur verið rætt um gæði blandaðra bardagalista og virðast vera jafnmargir sem vilja leyfa
  blandaðar bardagalistir og þeir sem tala gegn því að leyfa keppnina. Áhrif blandaðra bardagalista á samfélagið og hvort MMA skili þeim gildum sem íþróttir eiga að skila til samfélagsins hafa verið rannsökuð nokkuð en þó ekki mikið. Í ritgerðinni verður farið yfir sögu blandaðra bardagalista frá upphafi til nútímans. Farið verður yfir sögu UFC og hvaða
  breytingar hafa verið í þeirra rekstri í gegnum tíðina. MMA er orðið mjög vinsælt í heiminum í dag og eru margir hverjir sem keppa í MMA orðnir heimsþekktir í dag.
  Markaðsvæðing hefur einkennt MMA og er mikill peningur sem hefur farið í markaðsstarf til að kynna og breyta ímynd MMA hjá einstaklingum. Þeir sem aðhyllast átakakenningar
  hafa velt hinum fjárhagslega heimi mikið fyrir sér og hafa þeir eflaust eitthvað að segja um stöðu MMA í dag. Áhrif íþrótta er mismunandi á hvert samfélag fyrir sig en einnig hvað telst sem íþrótt fer mikið eftir í hvaða samfélagi umræðan á sér stað.

Samþykkt: 
 • 8.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32769


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-loka-loka-dmm-og-vom.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf218.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF