Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3277
Í þessari ritgerð verða samninganet, þ.e.a.s. net viðskipta- og fríverslunarsamninga, Íslands og Evrópusambandsins (ESB) borin saman og miðar rannsóknin að því að varpa ljósi á þann mun sem til staðar er milli netanna tveggja. Að auki er fjallað um mögulega kosti og galla sem upptaka samninganets ESB getur haft í för með sér.
Í ritgerðinni var stuðst við ritaðar heimildir er snertu viðfangsefnið en einnig var notast við eigindlega rannsóknaraðferð, þ.e. tekin voru viðtöl við valda einstaklinga og leitað eftir áliti þeirra á hugsanlegri upptöku Íslands á samninganeti ESB.
Umfang samninganeta Íslands og Evrópu var útskýrt með tilliti til uppbyggingar og innihalds þeirra og í ljós kom að þótt viðskiptastefnur aðilanna tveggja væru líkar, þá er ýmislegt sem greinir samninganetin að, s.s. mismunandi fjöldi samninga og samstarfsríkja. Þá er samninganet ESB er mun þéttriðnara og víðtækara en samninganet Íslands, og sömuleiðis eru markmið með samninganetunum ólík.
Þá velti höfundur ritgerðar annars vegar fyrir sér hvort Ísland væri að tapa fullveldi sínu og sveigjanleika í viðskiptum með því að taka upp samninganet Evrópusambandsins, og hins vegar hvaða áhrif aðgangur að samninganeti Evrópusambandsins gæti mögulega haft á íslenskt atvinnulíf og viðskiptaumhverfi þess. Álit viðmælenda voru misjöfn en niðurstaða höfundar er sú að nú til dags fullnægir EFTA öllum helstu þörfum Íslendinga þegar kemur að gerð viðskiptasamninga við þriðju ríki. Til lengri tíma litið má hins vegar velta því fyrir sér hvort ESB sé fýsilegri samstarfsaðili í ljósi þess að allt stefnir í að sambandið fari fram úr EFTA í fjölda viðskiptasamninga og að evrópska samninganetið verði enn víðtækara.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Anna_Margret_Eggertsdottir_fixed.pdf | 937,46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |