is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32770

Titill: 
  • Gleymd þjóðargersemi: Við og hinir í hinum íslenska myndlistarheimi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður aðgreining listheimsins skoðuð í ljósi kenninga mannfræðinnar, þar sem hinn íslenski myndlistarheimur og íslensk listasaga eru í forgrunni. Listin getur sagt okkur ýmislegt um samfélagið en listheimurinn er einnig sérstætt samfélag í sjálfu sér með sínar eigin stéttir og innbyrðis valdaspil. Aðgreining listheimsins er það sem hér er varpað sjónum að með því að notast við kenningar Pierre Bourdieu um menningarauð, veruhátt og svið samfélagsins til að fletta ofan af undirliggjandi valdaspili menningarinnar. Þá er einnig farið yfir grundvallarskilgreiningar ýmissa fræðimanna á list og listheiminum og út frá því hverjir það séu sem ákveði gildi og merkingu listar. Sú spurning sem liggur til grundvallar er hvort listheimurinn skapi ákveðna jaðarhópa og hverjir þeir hópar þá séu. Niðurstöður benda til þess að hinn íslenski listheimur beri með sér ákveðna aðgreiningu þar sem sumir eru viðteknir en aðrir undanskildir, meðal annars í skráningu listasögunnar, í hugtökum listarinnar og á listasöfnum. Hins vegar megi einnig sjá merki um fjölbreytileika listheimsins í listahátíðum eins og List án Landamæra og í nýjum stefnum samtímalistar sem einblína á félagsleg tengsl.

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BaLokaritgerðVigdísPDF.pdf391.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysingmedundirskrift.pdf397.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF