is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32772

Titill: 
  • Af hverju ofbeldi? Tekjur sem áhrifaþáttur ofbeldis í nánum samböndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Heimilisofbeldi hefur lengi verið eitt stærsta félagslega vandamál samfélaga. Þó það hafi ekki verið byrjað að rannsaka það almennilega fyrr en á miðri síðustu öld, hefur það þó verið viðloðandi líklegast frá upphafi siðmenningar. Í þessari rannsókn er leitast eftir því að skoða hvaða félagslegu þættir geta haft áhrif á þær gjörðir að einstaklingur beiti maka sinn ofbeldi. Áherslan verður sérstaklega á að skoða hvort að félagslegir þættir eins og tekjur hafi áhrif á tíðni ofbeldis í nánum samböndum.
    Skoðuð voru gögn frá Hagstofu Íslands um ársmeðaltekjur í póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu og borin saman við tilkynnt heimilisofbeldisbrot til lögreglu, en þau gögn voru fengin frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vildi höfundur skoða ársmeðaltekjur eftir póstnúmerum og bera saman við hvort það væru fleiri tilkynnt heimilisofbeldisbrot til lögreglu eftir því sem lægri ársmeðaltekjurnar væru. Fengust tölfræðilega marktækar niðurstöður við greiningu á gögnunum. Það má því álykta sem svo að tekjur séu áhrifaþáttur í þessu ferli, þó ekki sé hægt að fullyrða að orsakasamband sé þar á milli.

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HafrunSif_BA_lokaskil.pdf497.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_HafrunSif.pdf58.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF