is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32773

Titill: 
  • Áhrif heimilisofbeldis á börn. Mikilvægi þekkingar, snemmtækrar íhlutunar og forvarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heimilisofbeldi er alvarlegt samfélagsvandamál í heiminum í dag sem ógnar öryggi barna. Réttur barna og vernd þeirra er bundin í lög og sáttmála víða um heiminn en samt eru einhver börn sem búa á heimilum í ótta og öryggisleysi þar sem ofbeldi er viðvarandi. Heimilisofbeldi á sér stað á heimilum óháð stétt, stað eða stöðu fólks og getur verið með ýmsum hætti. Ekki er langt síðan fyrsta rannsókn var gerð hérlendis á heimilisofbeldi en síðan þá hefur áhugi vaxið jafnt og þétt yfir árin fyrir málefninu og í dag hefur þáttur barna í rannsóknum er varða heimilisofbeldi aukist til muna.
    Markmið þessarar ritgerðar er annars vegar að skoða hver áhrif heimilisofbeldis er á börn og hins vegar að skoða hvaða aðgerðir eru að finna í íslensku samfélagi í dag, sem beita sér gegn heimilisofbeldi og áhrifum þess á börn.
    Helstu niðurstöður eru að það þarf að huga að mörgu svo veita megi börnum góð og þroskavænleg uppvaxtarskilyrði. Góð tengsl, öryggi á heimili, ást og umhyggja fer þar með lykilhlutverk. Heimilisofbeldi hefur mikil áhrif á börn bæði tilfinningalega, andlega, líkamlega og félagslega. Áhrifin koma strax fram og fylgja gjarnan börnum eftir fram á fullorðinsár. Hins vegar, með góðum forvarnarverkefnum er hægt að draga úr áhrifum heimilisofbeldis á börn og koma jafnvel í veg fyrir að heimilisofbeldið eigi sér stað. Nokkur sveitarfélög á Íslandi hafa sett af stað forvarnarverkefni í samstarfi við lögreglu og barnaverndir í von um að koma börnum og þolendum heimilisofbeldis fyrr til hjálpar og veita þeim betri eftirfylgni. Félagsráðgjafar sem starfa í barnaverndarnefndum eru þá kallaðir á vettvang með lögreglu. Verkefnið er stórt skref fram á við í málefnum barna sem búa við heimilisofbeldi og hefur vakið heimsathygli. Fylgt hefur verið eftir þörfinni á samræmdari verklagsreglum stuðningskerfa sem hafa snertifleti við málefni þessara barna og hefur árangur samstarfsverkefnisins sannað sig. Út frá niðurstöðum þessarar ritgerðar má ætla að mikilvægt sé að lögbinda samstarfsverkefni lögreglu og barnaverndarnefnda til að tryggja megi jafna þjónustu óháð búsetu fólks.

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32773


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð_BirtaHörnGuðmundsdóttir_Félagsráðgjöf-pdf.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_BA_BirtaHörnGuðmundsdóttir.pdf143.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF