Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32774
Í ritgerð þessari er skoðað hvort íþróttir stuðla að jákvæðri ungmennaþróun. Greiningin er byggð á taumhaldskenningunni og kenningu Travis Hirschi á félagslegum tengslum. Stuðst var við fræðilegar heimildir og rannsóknir þegar gögnum var safnað. Helstu niðurstöður eru þær að íþróttir eru ein mikilvægasta félagsstofnun sem samfélag getur átt sem kenna ungmennum siði, reglur og gildi hvers samfélags. Það skiptir miklu máli í hvaða félagslega samhengi íþróttir eru stundaðar en mikill munur er á formlegum og óformlegum íþróttum. Í ljós kom að mun meiri líkur eru á andfélagslegri hegðun innan veggja óformlegra íþrótta en þær tegundir tilheyra ekki skipulagðri starfsemi og þar er eftirlit mun minna. Íþróttanámskeið hafa verið haldin í Bretlandi fyrir ungmenni í áhættuhópum og hafa þessi námskeið reynst vel þar sem hugsunarháttur og hegðunarmynstur ungmenna hefur breyst til hins betra. Ljóst er að íþróttir eru mjög mikilvæg forvörn og séu þær stundaðar undir réttum kringumstæðum stuðla þær að jákvæðri ungmennaþróun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-Ritgerð-Félagsleg-áhrif-íþrótta-loka.pdf | 403.13 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 270.99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |