is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32775

Titill: 
  • Tvítyngi er í góðum málum: skilgreining á tvítyngi og greining þess í ítalskri-íslenskri fjölskyldu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í íslensku sem öðru máli á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er tvítyngi og munur á máltöku eintyngdra og tvítyngdra barna. Skoðaðir verða áskapaðir hæfileikar mannsins til máltöku, þ.e.a.s. getu barna til að læra hvaða mál sem er með því að fylgja sérstöku ferli. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að tvítyngd börn öðlast tungumál sín tvö hvert fyrir sig á svipaðan hátt og eintyngd börn læra sitt tungumál.
    Fjallað er um það að engin nákvæm skilgreining á hugtakinu tvítyngi er til þótt fyrirbærið hafi verið skoðað frá mismunandi og fjölbreyttum sjónarhornum. Samt sem áður hafa sumir fræðimenn gert grein fyrir mismunandi gerðum af tvítyngi eftir helstu þáttum sem geta haft áhrif, svo sem aldri, uppruna, uppeldi og sjálfsmynd. Í ljósi þessa verður ítölsk-íslensk fjölskylda tekin sem dæmi og tvítyngi hvers og eins meðlims greint. Að lokum verður gerð grein fyrir atriðum sem tvítyngi felur í sér svo sem málvíxl, truflun og lán og hvernig þessi atriði birtast í fjölkyldunni sem er skoðuð. Einnig verður minnst á að lengi ríktu fordómar gegn tvítyngi og áhrifum sem það hefur á uppeldi barns. Nýrri rannsóknir sýna í dag að tvítyngi er ekki skaðlegt fyrir börn heldur þvert á móti að það auðgi þau með því að gefa þeim betri skilning á raunveruleikann sem umkringir þau.

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32775


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐ UFFICIALE.pdf345.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Nuovo documento 2019-05-08 11.11.34.pdf214.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF