is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32777

Titill: 
  • Afrekskonur á Instagram. Birtingarmynd íslenskra Crossfit kvenna á samfélagsmiðlum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvernig íslenskar afrekskonur í Crossfit nýta sér samfélagsmiðlinn Instagram til þess að skapa sína eigin ímynd í íþróttinni. Tilgátan sem sett var fram er sú að þær nýti samfélagsmiðilinn til þess að ýta undir ímynd ofurkonunnar sem hefur mikinn líkamlegan og andlegan styrk. Kenningar fræðimannanna George Herbert Mead, Charles Horton Cooley og Erving Goffman um sjálfið og birtingarmyndir þess eru hafðar að leiðarljósi við rannsóknina, sem og fyrirliggjandi rannsóknir á Crossfit. Framkvæmd var þemagreining á Instagram prófílum fimm íslenskra afrekskvenna í Crossfit, til þess að skoða hver birtingarmynd afrekskvenna í Crossfit á samfélagsmiðlinum Instagram er. Afrekskonurnar eru Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að Instagram prófílar þeirra voru allir nokkuð svipaðir. Þær birtast fylgjendum sínum sem einhverskonar ofurkonur og hafa þær ögrað fyrri hugmyndum um kvenleika, með því að sýna mikinn líkamlegan styrk.

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karitas Agustsdottir_Afrekskonur a Instagram.pdf2.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemman_Karítas Ágústsdóttir.pdf413.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF