is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32778

Titill: 
  • Fordómar og geðræn vandamál. Sjónarhorn stimplunarkenninga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fordóma í garð geðrænna vandamála má rekja langt aftur í tímann. Fordómar og neikvæð viðhorf gagnvart geðrænum vanda eru oftar en ekki afleiðing rótgróinna staðalmynda og hugmynda samfélagsins á þeim einstaklingum sem að glíma við slíkan vanda. Í gegnum tíðina hafa skilgreiningar á einstaklingum sem að glíma við geðrænan vanda verið breytilegar. Einstaklingar með geðræn vandamál hafa verið álitnir töfrandi og undir áhrifum frá einhverju trúarlegu en og síðan yfir í það að þeir séu taldir hættulegir öðru fólki og fólk forðast þá. Þeir sem að aðhyllast stimplunarkenningar hafa bent á mikilvægi þess að skoða áhrif stimplunar sem að getur verið afleiðing neikvæðra viðhorfa samfélagsins í garð einstaklinga sem að glíma við geðrænan vanda. Að mati þeirra getur geðsýkisstimplun skert lífsgæði þeirra einstaklinga sem að eru stimplaðir og einnig haft áhrif á sjálfsmynd þeirra. Í þessari ritgerð verður fjallað um fordóma og neikvæð viðhorf gagnvart geðrænum vandamálum út frá sjónarhorni stimplunarkenninga og verður fjallað um kenningar nokkurra kennismiða innan sjónarhornsins. Fjallað verður um þau áhrif sem að kennismiðir og rannsakendur telja að stimplun hafi á lífsgæði og sjálfsmynd þeirra einstaklinga sem að eru stimplaðir. Jafnframt verður fjallað um viðhorf samfélagsins í garð einstaklinga með geðræn vandamál ásamt því að skoða viðhorf gagnvart geðrænum vandamálum barna og unglinga. Að lokum verður farið yfir sjúkdómsvæðingu geðrænna vandamála og þau áhrif sem að bæði læknisfræðilegar og líffræðilegar skilgreiningar á geðrænum vandamálum hafa haft á viðhorf og fordóma gagnvart þeim.

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32778


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerd_GydaRunThorsdottir.pdf1.29 MBOpinnPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni_yfirlysing.pdf146.97 kBLokaðurPDF