is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32779

Titill: 
  • Áhrif íþrótta á íslensk ungmenni: Uppeldis- og félagsleg gildi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íþróttir eru hluti af daglegu lífi margra íslenskra barna og mörg þeirra æfa íþróttir nánast daglega. Í þessari ritgerð verður einblínt á hvers vegna börn byrja að stunda íþróttir, hvað veldur því að sum börn stundi íþróttir en önnur ekki og hvort þeir einstaklingar sem stunda íþróttir nýti sér eiginleika úr íþróttaiðkun sinni yfir í daglegt líf. Oft heyrir maður börn lýsa draumastarfi sínu sem atvinnumenn í þeirri íþróttagrein sem þau hafa hvað mestan áhuga á. Staðreynd málsins er sú að færri komast að en vilja í hörðum heimi íþróttanna. Eru allir þeir tímar sem börn verja á íþróttavellinum tímasóun eða er hægt að taka eiginleika úr íþróttum með sér út í lífið. Rannsóknir sem snúast um áhrif íþrótta verða skoðaðar og einnig verður kenningin um félagslegt taumhald skoðuð út frá íþróttum. Viðtöl verða tekin við einstaklinga sem alast hafa upp í íþróttum og reynt verður að sjá hvort niðurstöður fyrri rannsókna eigi við um þá. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að íþróttir geta aukið jákvæða getur einstaklinga á ýmsum sviðum og dregið úr neikvæðum eiginleikum. Íþróttir geta styrkt námsgetu, aukið sjálfstraust, bætt andlega og líkamlega heilsu. Íþróttir draga líka úr líkum á því að einstaklingar sýna frávikshegðun.

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32779


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif Íþrótta á íslensk ungmenni.pdf482.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing pdf..pdf5.54 MBLokaðuryfirlýsingPDF