Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32784
Óhófleg neysla áfengis er alþjóðlegt vandamál og getur hrjáð einstaklinga á öllum aldri. Alkóhólismi getur haft slæmar afleiðingar í för með sér og getur tekið mikið á bæði andlega- og líkamlega heilsu, ekki bara á þann sem verður sjúkdómnum að bráð, heldur einnig fjölskyldumeðlimi hans. Skilgreining alkóhólisma sem sjúkdóm hefur gert það að verkum að samfélagið hefur meiri skilning og þolinmæði gagnvart einstakling sem glímir við alkóhólisma. Í þessari ritgerð verður fjallað um alkóhólisma frá ýmsum sjónarhornum. Skoðuð verður þróun sjúkdómsvæðingar alkóhólisma frá því að fyrirbærið var fyrst skilgreint, og í því samhengi fjallað nánar um skilgreiningar á alkóhólisma út frá DSM-kerfinu. Farið verður yfir þær handbækur sem gerðar hafa verið út frá DSM-kerfinu og þróun skilgreiningar á alkóhólisma innan þeirra. Fjallað verður um orsakir alkóhólisma og hina ýmsu félagslegu þætti sem geta haft áhrif á þróun alkóhólisma hjá einstaklingum. Rannsóknir hafa sýnt að erfðafræði og gen geti haft áhrif og því verða rannsóknir á þeim sviðum teknar fyrir. Einnig verður rýnt í tölfræðilegar upplýsingar um alkóhólisma hér á landi, hvernig starfsemi SÁÁ hefur hjálpað fólki í baráttu sinni við áfengissýki, sem og annarsstaðar í heiminum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
hrafnhildurfannarsd_ba_ritgerd.pdf | 318.74 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
hrafnhildurfannarsd_yfirlysing.pdf | 735.23 kB | Lokaður | Yfirlýsing |