is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32786

Titill: 
  • Mannúð skolað á land: Birtingarmynd flóttamannsins í samtímaljósmyndun í ljósmyndafræðilegu, pólitísku og listasögulegu samhengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er unnin til BA-prófs í listfræði við Háskóla Íslands. Með rannsókninni er leitast við að finna, staðsetja og skilja betur birtingarmynd flóttamannsins í samtímaljósmyndun í listasögulegu, pólitísku og ljósmyndafræðilegu samhengi. Námskeiðið Ljósmyndin sem samfélagssáttmáli sem ég sótti vorið 2018 kveikti áhuga minn á málefnum flóttamanna og stöðu þeirra utan samfélagssáttmálans með tillit til myndrænnar framsetningar þeirra í ljósmyndun. Þar af leiðandi er hugtakið samfélagssáttmáli eitt af grunnhugtökum ritgerðarinnar.
    Í ritgerðinni eru mismunandi ljósmyndir teknar til myndgreiningar og umfjöllunar. Ljósmyndirnar eru allar gerðar af atvinnuljósmyndurum, hvort sem þeir kalla sig fréttaljósmyndara, listamenn eða einfaldlega ljósmyndara. Þar sem flóttamannavandinn er flókinn og marglaga og býður upp á ótal mismunandi sjónarhorn út frá hversdagslegum og persónulegum skala sem og opinberum og alþjóðlegum mælikvarða. Er litið til margra ljósmyndara og enn fleiri verka svo að upphafning og umfjöllun einstakra ljósmyndara og starfsferla þeirra myndi ekki láta stöðu flóttamannsins falla í skugga á þeirri umræðu.
    Að lokum eru niðurstöðurnar dregnar saman með tilliti til flóttamannaljósmyndarinnar og tengslum hennar við áhorfendur, ljósmyndarana sjálfa og viðfanga hennar. Birtingarmynd flóttamannsins fyrirfinnst hvað helst í tveim miðlum, fjölmiðlum og hægmiðla umgjörðum. Rannsóknir ljósmyndara í myndlist reynast vera siðferðislegri og endurspegla reynslu og aðstæður flóttamanna á mannúðlegri og yfirgripsmeiri máta en þær sem fyrirfinnast í meginstraums fjölmiðlum.

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd-mannud.pdf5.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf213.12 kBLokaðurYfirlýsing um meðferðPDF